Afturelding - 01.01.1962, Page 9

Afturelding - 01.01.1962, Page 9
AFTURELDING Hvernig: g:etnrðu sofið? Fyrir nokkru var ég áheyrandi að prédikun um köllun Guðs til Jónas- ar spámanns og hvernig hann flúði undan ábyrgð köllunarinnar út úr vilja Guðs. Ég var djúpt snortinn af textanum og í eins konar vöku- draumi virtist mér sem ég sæi allt mannkynið samansafnað í einn og sama bátinn. Báturinn, eða réttara sagt þessi Tarsusknör, byltist þrot- laust um í ólgandi hafi tímans, meðan skýin þjöppuðu sér æ fast- ara saman á náðarhimni endalok- anna. Eins og skipverjar á T'arsusknerr- inum forðum, voru skelfingu lostnir í ofviðrinu, eru nú menn þessara tíma uggandi fyrir landtöku fyrir tilverunnar mikla fley. Stríðsótt- inn þjáir hina ábyrgu og hugsandi menn þjóðanna. Meðan liátt er hrópað: Friður og engin hætta, segja leiðtogarnir liver við sína þjóð : Við verðum að vígbúast. — Hver reynir að komast frammúr hinum. Traustið þjóða á milli hefur vikið fyrir sífelldu vantrausti og tortryggni. Það skyggir yfir vonarhimininn. Óveðrið nálgast og vex, til þess brátt að uinhverfast í storm afleiðingar- innar. Það segir svo um mennina á Tars- usskipinu að sérhver þeirra ákallaði Guð sinn. Svo er enn. 1 angist sinni ákalla menn guðina, hver á sinn hátt. En þessir guðir hjálpa ekki og örvænt- ing grípur um sig meðal þjóðanna. En takið eftir: Innanborðs á hinu mikla lífsfleyi er einnig maður hinnar háu játningar. Hann segir: „Ég er Hebrei og dýrka Drottin himinsins. Þann er gjört hefur hafið og þurrlendið. Samt sefur hann og hvílir rótt í litla, þægilega trúrækn- isklefanum sínum, langt niðri undir yfirborði skipsins á ólgandi öldun- um. Orlagaríkur svefn, segjum við. Hástemd trúarjátning og þú sofandi. Er þetta haigt? Ævagamla afsökun- in: Á ég að gæta bróður míns? endurtekur sig hér. Er ekki nóg að ég sjálfur er frelsaður? Hví þarf ég að vera að hugsa um þessa ótta- slegnu samferðamenn? Æ, góðu vinir mínir, hversu ægilegt er það ekki á slíkum alvörutímum sem þess- um, að geta sofið frá sér ábyrgðina á eilífðarvelferð annarra manna, sem þó eru staddir á sama bát og við. Guðs orð talar til vor: Manns- son, ég hefi skipað þig varðmann yfir ísraelsmenn. Þegar þú heyrir orð af mínum munni, skalt þú vara þá við í mínu nafni. Gerðu svo vel og lestu þennan Ritningarkafla áfram í Esekíel 3. 17 — 21. Þar sérðu hvílíka ábyrgð Guð leggur hinum trúuðu á herðar gagnvart lífi meðbræðranna og ferðafélaganna á hafi lífsins. Ég minnist annars ferðamanns, en skip- ið sem hann ferðaðist með komst í hafsnauð. Páll postuli var hann nefndur. þessi maður er Guði trúr og á bænastundu fyrir samferða- mönnum birtist honum engill Guðs, er hann þjónaði. Tak eftir mismuninum. Jónas dýrkaði Guð, Páll þjónaði Guði. Og hinn trúi þjónn fékk skilaboð: Guð hefur gefið þér alla sem með þér eru á skipinu. Drottinn Guð himinsins megnar að bjarga og bænir mannanna eru björgunartæki í hendi hans. Trúaði maður og kona. Hví sefur þú? Vitanlega hefði Jónas átt að ákalla Drottin til björgunar skip- inu. En í þess stað tekur hann þátt í hlutkesti um hver sé valdur að storminum, hverjum sé um að kenna. Að vísu kannaðist hann við það, er sökin féll á hann, en það er ekkert sagt um að hann ákallaði Drottin. Hinir skipverjarnir vinna af öll- um kröftum. Jónas einn er aðgerða- laus. Þú ert ef til vill í sömu afstöðu, ábyrgðarlaus. Hugsar sem Jónas: Vonandi fellur hlutur sektarinnar á einhvern annan en mig. Það er gott að sofa. Maður, vaknaðu í tíma. Rís upp og starfa meðan dagur er. Annars gæti farið fyrir þér eins og Jónasi spámanni. Hann ákallaði ekki Guð fyrr en hann var kominn niður í djúp sjávar í kviði stór- fiskjarins. Vaknaðu, áður en afleiðingin verður raunveruleiki og djúp þján- inganna sogar þig til sín. Vek þú Drottinn verkmenn þína, vek upp hrausta árdagsmenn. Vek upp miðdagsmenn er sýna . manndóm nú þaS kvöldar senn. að verða leiðbeinandi fyrir mennina. „En er þeir voru burt farnir, sjá þá vitraðist engill Drottins Jósef í draumi og segir: „Rís upp og tak barnið og inóður þess með þér og flý til Egyptalands.“ (Matt. 2,13). — Sjá ennfremur Matt. 1, 18—21, og Post. 8, 29. — Ef til vill höfum við sterkasta ritningarstaðinn upp á það, hvernig englar himinsins geta leið- beint mönnunum og sagt þeim til vegar í 2. Mós. 23,20: „Sjá, ég sendi engil minri á undan þér, til að varðveita þig á ferðinni og leiða þig til þess staðar, sem ég hef fyrirbúið.“ Endursagt K. S. 9

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.