Afturelding - 01.01.1962, Blaðsíða 10

Afturelding - 01.01.1962, Blaðsíða 10
AFTURELDING í landinu þar sem allt er öðrnví§i Harry Liddle or fjölskylda. Sænskur hvítasunnutrúboði, Áke Orrbeck, sem verið hefur nokkur ár heima í Svíþjóð til hvíldar, fór nú á nýjan leik til Indlands s. 1. liaust. Þegar hann er kominn alla leið til fyrri trúboðsstöðvar sinnar, skrifar hann heim til Smyrnasafn- aðarins í Gautaborg, en sá söfnuður kostar hann. Úr Iöngu bréfi tökum við lítinn kafla: . . . Margt er breytt og öðruvísi en áður. Trúbræðurnir Harry Liddle og Martin Luther eru ekki lengur á meðal okkar. Eitthvað það fyrsta sem ég gerði, eftir komu mína, var, að ég fór út að gröfum þeirra. Aðrar breytingar hafa einnig mætt augum mínum. Drottinn tekur þjóna sína heim, en verk hans heldur áfrain. Söfnuðurinn er nú að búa sig undir hið komandi haustmót, og við von- um að Guð mæti okkur öllum með endurnýjun og vakningu. (Trúboðinn Harry Liddle var Ind- verji. Mjög áberandi maður meðal leiðandi manna í röðum Hvítasunnu- manna þar í landi. Hann var ungur maður, til þess að gera, þegar hann dó. Hann var hámenntaður maður og hafði doktorsnafnbót frá háskól- um nokkurra landa. Hann kom oft til Norðurlanda, einkum til Svíþjóð- ar og Noregs og starfaði þar til bless- unar um lengri og skemmri tíma. Á örstuttum tíma náði hann svo góðu valdi á sænskri tungu, að hann fékk verðlaun fyrir. 1955 hittum við hjón- in þessa fjölskyldu í Noregi. Þá lét 10 hann að því Iiggja við mig, að hann mundi kannski koma til íslands og lesa eitt ár við Háskóla Islands, því að það væri búið að bjóða sér það. Við vonuðum alltaf að af þessu yrði, en hann var svo upptekinn í landi sínu, að hann gat ekki tekið sér tíma til þess. Og nú er Drottinn búinn að kalla hann heim til sín og sár söknuður ríkir eftir hann. Á. E.). Orrbeck heldur áfram og segir: Samkvæmt síðasta manntali eru nú 538 milljónir íbúa í Indlandi. Stórt og fjölbyggt Iand, sem heiðni og myrkur grúfir yfir. Hér um daginn var það „sadhu“, svo kallaður helgur maður, sem skar úr sér tunguna og kastaði henni á altarið framan við hjáguðinn. Um þetta skrifuðu blöðin með hátíðleika. Þá skrifuðu þau ekki síður með feit- um fyrirsögnum um drenginn, sem heldur því fram að hann hafi lifað fortilveru hér í Indlandi. Hann segist muna og þekkja atburði og fyrir- bæri frá sínu fyrra lífi. Nefnir hamr til ákveðna borg, sem hann segist hafa átt heima í, og heldur hann því fram, að hann hafi verið myrtur í þessari borg fyrir tveimur og hálfu ári síðan. Þá hét hann Sheowara Singh, eftir því sem hann segir. Menn hafa tekið sig til og ferðast til nefndr- ar borgar og rannsakað málið. Geta svo blöðin þess, að í ljós hafi kom- ið, að maður með þessu nafni hafi einmitt verið myrtur í nefndri borg fyrir tveimur og hálfu ári. Menn fundu sem sé lík í vissri gröf, sem vantaði höfuðið á. Nú ferðast stórir hópar pílagríma til borgarinnar, serri drengurinn á heima, til þess að sja þetta „undrabarn“. Svo fer fram formleg keppni í föstu þessa daga. Leiðtogi Sikhern- anna, Tara Singh, er nú kominn á 36. daginn í föstu-keppninni. Keppi- nautur bans í því, hver geti fastað lengur, er kominn jafnlangt í sinni föstu. Hvorugur vill gefast upp á undan hinum, enda þótt þjóðarleið- toginn Nehru hafi látið málið til sín taka. Dagblöðin gefa daglega ná- kvæma lýsingu af líðan keppinaut- anna. Þau segja frá tíðni hjartaslaga þeirra, líkamshita, æðaslögum og sökki. Svo endar bréfrilari með þessum orðum: Já, ég er kominn aftur til landsins, þar sem allt er öðruvísi. i

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.