Afturelding - 01.01.1962, Page 14

Afturelding - 01.01.1962, Page 14
AFTURELDIN n Mætnmst við aftnr ? Á heitum sumardegi árið 1864 sat prestur nokkur í lestrarstofu sinni í Brooklyn í New York. í borginni geysaði mikil drepsótt og lagði fjölda manns i gröfina. Ástandið í borginni minnti jafnvel á það, sem segir í Biblíunni um Egyptaland, þegar morðengillinn hafði gengið um land- ið. En um það segir svo í annarri bók Móse: „gjörðist þá mikið harma- kvein í Egyptalandi, því að ekki var það hús, að eigi væri lík inni.“ Margir af góðum vinum prestsins höfðu einnig verið hrifnir burtu af hrammi dauðans. Söknuður guðs- mannsins varð mikill og sú hugsun orkaði mjög þungt á hann: „Mun- um við, sem skiljumst svo skyndilega hér við dauðans fljót, mætast aftur við Lífsins fljót? Eitt sinn, er þessar hugsanir sóttu mjög á hann, settist hann niður við orgelið og ætlaði að fara að spila eitthvað, er róað gæti hans sorgmæddu hugsanir og tilfinn- ingar. En óðar en hann var setztur, byrjuðu orðin og músikin að hinum undursamlega og þekkta sálmi, sem nú er sunginn við jarðarfarir viðs- vegar um hinn kristna heim að fæðast fram í huga hans, fyrir guðdóm- legan innblástur. Sálmurinn birtist hér á eftir og höfundur hans er dr. Robert Lowry. Það er sami höfundur, sem ort hefur sálminn: „Hvar er mitt barn á braul í kvöld? Mun í himinhæðum rætant Heilöj? Drottins barna von? Eiga þau bar öll að mætaat, Os: þar fá að sjá Guðs son? K Ó R : Já, hjá lífsins ljúfa straumi, Hjá lífsins bjarta, silfurtæra straumi, Guðs börn sjást hjá lífsins ljúfa straumi Þeim er líður frá hástól Guðs. I»ar fá Guðs börn glöð að vera, Ganga sæl um ljóssins strönd, Syngja nýjan söng: og: bera Sigjurpálmana í hönd. Ef vér tignum hann af hjarta, Hreinir fyrir Lambsins blóð, Þar í sælusalnum bjarta, Sjáumst vér við lífsins flóð. ó, hve sælt er loks að lenda Ljóss á strönd, og: hvíld að fá, Þcgar ferð vor er á enda, Augjlit Gnðs vér munum sjá. Sálmurinn er nr. 36 i Hörpustrengjum Sálmabók Hvítasunnumanna. Allir vegir Guðs eru elska og trúfesti. 1 Talmud er sagt Irá þvl, að Rabbi Akiba haíi eitt sinn, er hann var á ferða- lagi, haít með sér hænu, ösnu og svo lampa. Um náttmál leitaði hann hælis i smábæ elnum, en var synjað um glst- ingu. — Allt, sem Guð gerlr er gott ,sagði hann og leitaðl sér hælis úti i skóginum. Þar kvelkti hann á lampanum sinum, en vindurinn slökkti ljósið. — Allt, sem Guð gerir er gott, sagði hann aðeins. Asnan flýðl frá honum og varð brátt villldýrunum að bráð. — Ailt, sem Guð gerir er gott, sagðl hann aðeins. Þvi næst flýði hænan frá honum, en hann kvartaðl eigi að heldur yflr þeim erfiðleika. Um morguninn upp- götvaðl hann, að hersveitir óvinanna höfðu farið þarna um og eyðllagt smábælnn. Myrkrið og kyrrðln höfðu skýlt honum, svo að hann var i öruggleika. Ef að ljós hefði logað á lampanum, asn- an hefði hneggjað eða hænan gaggað, mundi hann án efa hafa verlð uppgötvað- ur og deyddur. Er hann hélt áfram för sinni endurtók hann enn einu sinni: — Allt, sem Guð gerir er gott. KJALLARAHORNIÐ MERKILEG LOFISÝN. Smalamaður frá Tröllakoti á Tjörnesi var staddur að verki sínu á heiðinni fyrir ofan bæinn. Þá sér hann hvar ferðamaður kemur eftir þjóðveginum og teymir nokkra hesta í lest með trjáviðarburði. I sömu svipan, þegar lestina bar yfir bæinn, sá hann ennfremur þrjá menn, í björtum og gulllegum klæðum, ríða gegnum loftið á hestum skínandi hvítum, og hratt sem elding færi. Smalamaður veitti því athygli, að sá hestur, sem síðastur gekk í trjáviðarlestinni, varð fyrir hinni örfleygu loftreið, er smalamaður gat naumast fylgt með augunum, og hvarf honum á þeirri sömu stundu við bæinn Tröllakot. Á þessum bæ, sem nú hefur verið nefndur, hafði um nokkurn tíma áð- ur legið sjúkur maður. Það var Nikulás Búkk, guðhræddur maður og grandvar að allra dómi. Maður þessi var norskur í föðurætt, og var faðir hans frá Hafursey í Noregi. Á þeirri stundu, sem loftreiðin sást, andaðist Nikulás og þótti tákn þetta hafa sézt við dauða hans. Hin merkilega fagra sýn smalamannsins styðst við þá jarðteikn, að hesturinn sem varð fyrir loftreiðinni, féll samstundis dauður niður. („Lögberg” 1901). 14

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.