Afturelding - 01.01.1962, Blaðsíða 15

Afturelding - 01.01.1962, Blaðsíða 15
AFTURELDING LITLI BIBLÍUSKÓLENN Undanfarið hefur Uitli Hil>líuskól- inn bent á brenninguna, sem bæði á sér stað hjá Guðdóminum, mann- inum og myrkravaJdinu. Nú vilj- um við benda á, að höfuðhátíðir Israels, sem Guð gaf þeim, voru þrjár og eru sem visbending Guðs upp á þrenningu Guðdómsins. 1. Laufskálahátíðin. (3. Mós. 23, 34). Þessi hátið bendlr á Guð föð- ur. Hún skyldi haldin fimmtánda dag hins sjöunda mánaðar, en það svarar til september í okkar tíma- ta.ll. Þá áttu allir að reisa sér laufskála og búa i þeim í sjö daga. Þetta átti að minna Þá á, að þeir bjuggu um 40 ár i eyði- mörklnni i laufskálum og Guð bjó i tjaldbúð á meðal þeirra. 2. I’áskaliátíðin. (2. Mós. 12,17, 3. Mós. 23,5). Þessi hátið, sem einnig var neínd liátíð hinna ósýrðu brauða, va.r haldin i marz eða apríl eftir okkar tíma. Sérkenni þess- arar hátiðar var endurlausn gegn- um blóðið. Hátíð þessi bendir því óumdeilanlega á Guðs sonlnn, sem gaf lif sitt og blóð fyrir allan heiminn. Það var við byrjun þess- arar hátiðar, sem Jesús Kristur var krossfestur. 3. Hvitasunnuhátfðin, á hebresku heltlr hún viknahátíðin vegna þess að hún var haldln sjö vlkum eða fimmtíu dögum eftir páska. Þessi hátið bendlr okkur á Hellagan Anda. Það var elnmitt á þessum t degl, sem Guö sté niður á Sinaí. Hann sté nlður á fjallið í eidi. (2. Mós. 19,11). Þennan sama dag mánaðarins sté Heilagur Andl niður yfir lærisvelna Drottlns i eldtungum á hvítasunnudag. Boð Guðs var, til Israels, að á öllum þessum hátiðum skyldl allt karlkyn, tuttugu ára og eldrl, koma fram fyrir Guð, það er þrem sinnum á ári. (2. Mós. 34,23). Að hlýðnast þessu boðl krafðlst mik- illar trúar, þvi að Landiö helga var umsetlð af óvlnaþjóðum allt í krlng, sem ætla hefði mátt að mundu nota tæklfærið að ráðast á varnarlausar konur og börn, þeg- ar alllr karlmenn voru farnir til Jerúsalem. En samhllða boðinu, gaf Guð Þelm fyrirheit: Enginn skal á sælast land þitt, þegar þú ferð upp til að blrtast frammi fyrlr Drottnl, Guðl þinum, þrem sinn- um á ári.” (2. Mós. 34,24.) Og það athygllsverða er, að allir Gyðlngar eru sammála um það, að 1 900 ár, eða frá Móse tll herleið- ingarlnnar, meðan Gyðingar gættu þessa boðorðs og hlýddu því, hafl englnn af óvinaþjóðunum glrnst land þelrra. — Guð heldur sin lof- orð. N----------------------------------------/ IDngrlariiir og: þjónnsta þcirra Framhald. Þannig lesum við um það að engill styrkti Drottin okkar og frelsara i sálarangist hans í Getsemane. í Lúkasarguðspjalli er komist svo að orði um það: „Þá birtist honum engill af himni, sem styrkti hann.“ (Lúk. 22,43). Þetta verður ekki skilið öðruvísi en að Drottinn hafi fengið and- legan styrk gegnum það, að engillinn birtist honum. Ennfremur segir frá því, að í freistingastríði Jesú á eyðimörkinni hafi englar himins þjónað honum. (Matt. 4,11). Minna má einnig á það, að það var engillinn Gabríel, sem flutti Sakaría og Maríu boðskapinn um fæðingu Jóhannesar skírara og Jesú. Þannig var það einnig með fæðingu Simsonar. Það var engill Guðs, sem flutti foreldrum hans gleðitíðindin um það, að þeim mundi fæð- ast sonur. (Dóm. 13). Engill var það, sem settist undir eikina í Ofra og huggaði Gídeon og þar með alla ísraelsþjóð með boðskap sínum. (Dóm. 6). Það var einnig andleg huggun, og hún ekki svo lítil, sem engill Guðs flutti litlu smalastúlkunni á Steig í Mýrdal, fyrir áttatíu árum, þegar hún ör- mögnuð af þreytu og kulda hafði lagzt fyrir í þoku um nóttina, vegna þess að hún fann ekki nokkurn hluta af kvíaánum, og þorði ekki að fara heim, vegna þess að hún vissi hversu strangur og harður faðir hennar var. Grátandi hné hún svo í svefninn, eftir að hún hafði beðið bænir sínar til Guðs og sagt honum frá neyð sinni. Eftir litla stund er hún vakin af blíðri mannsrödd, sem segir henni að taka á móti kvíaánum sínum, því að þær séu á leiðinni til hennar. Endurnærð rís hún á fætur og gengur lítinn spöl út í þokuna, og þá eru allar ærnar, sem hana vantaði, reknar beint í fangið á henni, „af ósýnilegum engli Guðs,“ svo að ég noti orð hennai sjálfrar, er hún notaði, þegar hún sagði mér frá þessu mörgum áratugum síðar. Þótt margir vilji kannski gera lítið úr þessu, er það fyrir hina trúuðu eins mikið undur að engli Guðs er boðið að styrkja og hugga unga smala- stúlku á íslandi, í sálarneyð hennar, eins og þegar engli frá himni var boðið að styrkja Elía spámann í sálarneyð hans austur í Gyðingalandi, ei hann hafði lagzt undir gýfilrunnan í eyðimörkinni og óskaði að hann mætti deyja. (1. Kon. 19, 1—9). Hver er munurinn á þessu tvennu? Er hann annar en sá, að í öðrum kringumstæðum er það einn mesti spámaður Guðs, sem er í neyð, en í hinum kringumstæðunum er það lítið barn, sem lætur sig falla hjálparvana í hendur hins sama Guðs og spámaðurinn? I báðum kringumstæðum býður svo Guð englum sínum að ganga af stað til þess að styrkja þau og hugga í sálarneyð þeirra. Frásaga Postulasögunnar um það, hvernig engill Drottins kemur til Páls postula til þess að uppörfa hann og hugga, á sjóferðinni miklu, er allir á skipinu voru komnir í hinn mesta lífsháska, er óræk sönnun fyrir þessu sama, að englarnir geta fært mönnum andlegan styrk og huggun. „Á þessari nóttu,“ segir Páll við skipverja, „stóð hjá mér engill þess Guðs, sem ég tilheyri, sem ég og þjóna, og mælti: Vertu óhræddur Páll. .. . Guð hefur náðarsamlega gefið þér alla þá, sem með þér eru á sjóferðinni. Verið því menn með öruggum huga, því að ég treysti Guði, að svo fari sem við mig hefur verið mælt.“ (Post. 27, 23—25). En Biblían sýnir einnig, að englarnir eru sendir út frá Guði til þess 15

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.