Afturelding - 01.08.1962, Blaðsíða 3

Afturelding - 01.08.1962, Blaðsíða 3
AFTURELDING Ljós yfir orðið Dag nokkurn hitti íerðamaður tólf ára gamlan, fátæklega klæddan dreng í Há- löndum Skotlands. Hann héit á Nýja testamentinu í hendi sér. — Kanntu að lesa? spurði ferðamaöur. — Já, svaraði drengurinn og leit upp ljómandl, brosmildum augum. — Lestu oft í þessari bók? spurði mað- urinn og benti á Nýja testamentið. — Já, dálitinn kafla á hverjum degi. — En skilur þú það, sem þú lest? — Ekki allt. En mamma hefur sagt, að áður en ég byrji að lesa, skuii ég blðja þessarar bænar: „Uppljúk þú aug- um minum, svo að ég sjái dásemdir laga þinna." Og þá muni Jesús hjálpa mér að skilja allt, sem ég þurfi að skilja. — Villt þú fletta upp á og lesa þriðja kap. Jóhannesar guðspjalls fyrir mig? Drengurinn átti létt með að finna ritn- ingarstaðinn og byrjaði að lesa: ,,Nú var maður nokkur af flokki Faríseanna, að nafni Nlkódemus, ráðherra meðal Gyð- inga. Hann kom tll hans um nótt og sagði við hann: Rabbi...." — Hvað þýðir siðasta orðið? Drengurin leit upp og svaraði: — Það þýðlr meistari. Siðan hélt hann áfram að lesa: ,,Við vitum, að þú ert lærimeistari kominn frá Guði, þvi að enginn getur gjört þessi tákn, sem þú gjörlr, nema Guð sé með honum." — Hvað er átt vlð með táknum? spurðl maðurinn. — Það er yfirnáttúrlegt, eitthvað sem englnn maður getur gert, aðeins Guð. — En þegar lengra liður á textann segir Jesús: „Sannlega, sannlega" — hvað melnar hann með því? — Jú, Jesús vill að Nikódemus skilji, að það er satt þetta, sem hann sagði, svaraði drengurinn með sannfærlngu. — Geturðu sagt mér hvað Guðs ríki er? Drengurinn stóð þegjandi nokkra stund, síðan svaraði hann alvarlega: — Guðs riki er eitthvað, sem ég geyml i hjarta minu, og eltthvað sem bíður min uppi I hlmninum. — En hver hefur gert þér mögulegt að verða Guðs barn og að fá hlut i Guðs riki? — Það hefur Jesús gert. Guð sendi hnnn til jarðarinnar til þess að hann skyldi verða frelsari okkar. — Haltu áfram eins og þú hefur byrj- að, drengur minn, sagði maðurinn. Lestu Guðs orð með bæn hvern dag, þá munt þú lika íá meira og melra, ijós yflr hið dýrmæta innihald þess. \v\vvuvuumuuuuuu\uuuuv\u\\uumu\uuvvuuuuuuuu\nuwu\uumu\uvuH\mwv\uuvuuvuuuvuuuu' KVIKA DAGSINS Dr. Osvald Smith hélt samkomur í Fríkirkjunni í Reykjavík frá hvítasunnudegi s.l. til 20. júní, alltaf að heita mátti fyrir fullu húsi. Aðsókn að þessum samkomum var álíka mikill og þegar Emanúel Minos var hér 1953 og hélt um tíma vakningarsamkomur í Fríkirkj- unni. Dr. 0. Smith er óvenjulegur maður. Hann er djarfur ræðumaður og málsnjall. Honum er það lagið að hnitmiða orð sín við það, að áheyrendur skilji að þeir standi hverju sinni fyrir afgerandi vali. í lok hverrar prédikunar hafði maður það á meðvitundinni, að ræðu- maður hefði stefnt að því, og stæði nú þar, að hann gæti sagt eins og Páll postuli: „Ég er hreinn af blóði allra.“ Það er, að hann hafi sett frelsisveginn svo skýrt fram, að allir væru án afsökunar. Lífið í Kristi var honum allt. Og ekkert gat komið í staðinn fyrir það. Án Krists var lífið einskisvirði. Hann sagði frá því með ógleym- anlegum orðum, hvernig kallið hefði komið til hans, er hann, sem fá- tækur, berfættur 16 ára piltur, gætti hjarðar á æskustöðvum sínum. Hann talaði mjög hvetjandi til allra, ekki sízt til æskunnar, að bregð- ast fljótt og vel við vitjunartíma sínum. Síðustu tvö kvöldin eggjaði hann æskufólkið að gefa sig út í þjónustu fyrir Guð. Yfir 40 manns af æskufólki gaf til kynna, að það væri fúst að gera það, með því að það reis úr sætum sínum og gekk fram að ræðustólnum. Áfrýjun guðsmannsins var skýr og ákveðin, svo að enginn gat misskilið hana: Það var að gefa sig allan í þjónustu fyrir Guðs ríki, heima í sínu eigin landi, eða hvar sem var. Var auðséð að hinn brennandi boðskapur, sem ræðumaður var búinn að flytja þá 9 undanfarin kvöld, hafði verið búinn að plægja hjörtun fyrir þessar síðustu tvær samkomur, er eggjunarorðin til heilshugar þjónustu, komti sérstaklega fram. Áreiðanlega hafa margar heitar bænir stígið upp frá hjörtum margra, er sátu á bekkj- unum, síðasta kvöldið, er þeir sáu þennan fríða hóp af æskufólki ganga fram og sýna það fyrir fullri kirkju, að það vildi vígja sig til hvaða þjónustu sem var, fyrir Meistara sinn og Drottin. Þarna' stóðu ungir menn og ungar stúlkur, hlið við hlið, frá Hjálpræðis- hernum og Heimatrúboði leikmanna, Bræðrasöfnuðinum, K.F.U.M. og Hvítasunnumönnum. Á þessari stundu „teygðu greinar þeirra sig yfir múrinn,“ eins og segir svo fagurlega um Jósef í Egyptalandi. (1. Mós. 49,22). Þá horfði falleg og einörð æska hærra en á þröng flokkssjónarmið. Það var eins og hún heyrði rödd Meistara síns líkt og Pétur heyrði hana við Galileuvatn: „Elskar þú mig?“ Eða eins og Jesaja nam hana öldum áður: „Hvern skal senda? Hver vill vera erindreki vor?“ Og hann svaraði: „Hér er ég, send þú mig.“ Þessi vígsla, ef ég má nota það orð, var krýningarstund á komu og þjónustu dr. Osvalds Smith til Reykjavíkur á því herrans ári 1962. IW\V\WVVWV\VVVV\%VVV\\\W\V\\WV\VV\VVW\\\VV\\WV\\\VWV\VV\V\\W\VVV\\\\V\VVVW\VVV\VVVW\V\W\VVWVVW%\VVWVNVVV\\\V\\\VV\VVVV\\V1 51

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.