Afturelding - 01.08.1962, Blaðsíða 5

Afturelding - 01.08.1962, Blaðsíða 5
AFTURELDING /Oa2 S<LM ^KtÍS'tUÍ hí/2ut þ-át L 2dý Eftir ÓRAL RÓBERTS Þegar Kristur hóf sitt starf, voru engin kraftaverk framkvæd af Guðs fólki. Rómaveldi spennti hvarvetna heljar-greipar. Menn voru hræddir. Þeir voru bundnir af kringumstæð- um mistaka og vanmáttar. — Jesús opinberaði kærleika Guðs til mann- kynsins, þá þegar, með því að sam- einast hinum týndu og þjáðu. Þegar mikils metinn maður kem- ur til lands okkar, heimsækir hann venjulega þá háttsettu. En þegar konungur himinsins kom í heiminn, kom liann til að búa meðal hinna týndu og hrjáðu. Hann kom ekki til þess að þóknast sjálfum sér, heldur Guði. Ekki til þess að frelsa sjálfan sig, heldur náunga sinn. í þessu litla landi, er hann svo að segja gjörði að höfuðstræti verald- arinnar, gekk liann um kring og talaði á þessa leið, til syndara: — „Mannssonurinn er kominn til að leita að hinu týnda og frelsa það.“ Til hins sjúka sagði hann: „verðir þú heilbrigð(ur).“ Til hins skelfda: „Óttastu ekki, trúðu aðeins.“ Til þess, er þjáður var af illum anda: „Far út þú óhreini andi, og kom eigi framar inn í hann.“ — Já, rödd Jesú hljómaði til hinna glötuðu, sjúku, ótlaslegnu, og þeirra er þjáð- ir voru af illum öndum. Ilann beindi valdi sínu og krafti gegn fjórum meginatriðum: Syndum, sjúkdóm- um, illum öndum og ótta. Þegar mannfjöldinn hafði ekkert að borða, tók hann fimm brauð og tvo fiska ungmennis nokkurs og margfaldaði það nægilega til þess að seðja hungur fjöldans. Þegar læri- sveinarnir gátu ekki borgað gjöld sín, sendi hann Pétur til þess að fiska í Galileuvatninu og hann veiddi fisk með pening í munninum, og skuldin var greidd. Sumir segja að Jesús hafi verið góð- ur maður, kennari eða þjóðfélags- legur umbótamaður. En ég skal segja þér hvað hann var. Hann var maður sem kenndi í brjósti um þjáða menn, sem bar harmkvæli og sjúkleika þeirra, sem bar umhyggju fyrir þeim og lét sig varða þá. Þetta er hinn raunverulegi Kristur. Jesús kemur ennþá og hefur upp baráttuna gegn þessum fjórum óvin- um: Syndinni, sjúkdómum, illum öndum og ótta. Jesús er ekki á móti fólkinu, liann elskar það. Ilann hat- aði aldrei neinn. Hann forsmáði ekki, en var umburðarlyndur. Hann elskar syndarann, en hatar synd syndarans. Hann elskar þá sjúku, en hatar sjúkdóma. Hann elskar þá sem eru þjáðir af illum öndum, en hatar illu andana í þeim. Hann elsk- ar þá óttaslegnu, en hatar ótta þeirra. Þess vegna, gerir hann öllum til- boð og býður þeim, vegna dauða síns á krossinum, fyrirgefningu synda, heilbrigði frá sjúkdómum, lausn fyrir þjáða og nauðstadda, og himininn að eilífu. Ég vil segja við þig, sem ekki átt frelsið, Kristur gerir þér tilboð: — „En öllum þeim, sem tóku við hon- um, gaf hann rétt til að verða Guðs börn: Þeim sem trúa á naín hans.“ (Jóh. 1,12). Svo að ef þig vantar kraft Guðs til hjálpræðis, þá taktu á móti Kristi. Ef þú ert sjúk(ur) eða þjáð(ur), þá vill Jesús lækna þig. (Matt. 8,7). — Ef þú ert í fjötr- um Satans, þá vill Jesús leysa þig. (Matt. 8,32). Hann kemur í dag sem upprisinn frelsari, svo að þú megir öðlast lif. Heilög ritning op- inberar vilja hans og fullvissar þig um, að fyrir bænir, iðrun og trú á Jesúm Krist, vill Guð gefa þér yfirfljótanlegt líf í dag. Þýtt. G. L. Það gildir að sá góða sœðinu. Það er sagt um ílokk skipsbrotsmanna, sem náðu landi á eyðiey, að þeir hati verið hugrakkir þrátt tyrir hina ertiðu aðstöðu sína. Þeir höíðu með sér mikið af mat og þar að auki sæði, sem þeir mundu geta sáð, þegar liöi tram á vorið, og með þvi endurnýjað matarbirgðirnar íyrir framtíðina. En svo var það einhver þeirra, sem upp- götvaði, að gullnáma var á eyjunni! Skipsbrotsmennirnir unnu dag eftir dag. mánuð eftir mánuð við að grafa gull. En meðan þeir unnu að þessu, leið vorið hjá, og í ákafa sínum að grafa gullið, gleymdu þeir að sá sæðinu. Melra og meira gull saínaðist saman, en matar- forðinn minnkaði óðum og þvarr að lok- um algerlega. Og þá uppgötvuðu þeir að gullið var einskis virðl. En þá var það of seint. Veturinn kom — og mltt á meðal auð- æfa sinna dóu þeir úr hungri. Þetta er spegilmynd af heimsku þeirra, sem gleyma eilifðinni fyrir þessa heims gæðum. 53

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.