Afturelding - 01.08.1962, Blaðsíða 2

Afturelding - 01.08.1962, Blaðsíða 2
AFTURELDING AFTURELDING kemur út annan hvorn mánuti — að undanteknum júll og ágúst — og verður 84 síður á ári. — Árg. kostar kr. 35.00 og grelðist i febrúar. Verð i Vesturhelml 2 doll. Á Norðurlöndum 8 danskar kr. — 1 lausasölu kr. 8.00 elnt. RITSTJÓRI: Ásmundur Eirlksson. tTGEFANDI: Fíladelfia. — Siml 16856. — Ritstjórn og afgrelðsla: Hverfisgötu 44, Reykjavík. Borgarprent & Co. — Reykjavik. reyk í farþegasalnum. Við sáum og fundum, hvernig þyngdarlögmálið dró flugvélina nær og nær jörðu. Wilson flugstjóri sagði okkur síðar, að flugvélin hefði misst 1000 feta hæð á hverri mínútu. Engum gat dulizt að kæmi ekki til guðdóm- legt kraftaverk, yrði flugvélin, er við höfðum stígið inn í aðeins fyr- ir 20 mínútum, jarðarfararkös fyrir okkur alla, eftir nokkrar mínútur. Þetta voru kringumstæður, sem taugaæsing, til að reyna að bjarga lífinu, hefði getað komið mörgu til leiðar. En það var ekki. Hver maður sat rótlaus í sæti sínu, unz fyrirmælin komu um að gera annað. Það væri ósatt, ef ég segði, að það hefði ekki verið ótti í hjörtum okk- ar. En þar var einnig trú. Og hún tók valdið yfir óttanum. Ég minnist nokkra orða, sem sögð voru á þess- urit örlagaríku sekúndum: „Flug- vélin er að brenna!“ „Flugvélin er að hrapa til jarðar!“ „Menn, verið þið rólegir!“ Og svo þessi velkomnu orð, sögð af öllum í kór: „Menn, við skulum biðja!“ Það var engin tilfinningaæsing í orðum nokkurs manns. Allir beygðu höfuð sín. Allir báðu, og hver fyrir sig, í heyranda hljóði, stutta bæn. Á slíkum stundum, verður nærvera Guðs mjög greinileg og persónuleg. Ekkert ytra form. Formið getur ver- 50 ið gott og nauðsynlegt, en nú var þess ekki þörf. Allir þessir trúboð- ar byrjuðu að biðja eins og börn í einfaldri trú. Sennilega yrði þetta seinasta bæn okkar allra. Ég minntist þess, hvernig ég hafði uppörfað aðra til að treysta Guði á neyðarstundu. Nú varð ég að gera það við sjálfan mig. Treysta aðeins á Guð. Enginn gat hjálpað nema hann. Flugstjórinn hafði gert allt til að halda flugvélinni á lofti. En hitt var jafnljóst, að hún var á hraðri leið niður á jörðina — í gjöreyðinguna. Bæn okkar var stutt. Það var eng- inn tími fyrir langar bænir. Það sem nú gilti, var: Bæn, traust á Guði og framkvæmd. Um leið og við höfðum lokið bæninni, tók flug- vélin að taka djúpar dýfur, og vallt í loftinu eins og skip í ólgusjó. Ut um gluggann sá ég að alúmíníum- klæðningin var farin að rifna af vængjunum og fuku logandi plöt- urnar út í loftið, eins og brennandi þak á húsi, sem vindur feykir. — Jafnframt hafði eldurinn verið svo ólmur að verki, að mótorinn hægra megin í vélinni hafði losnað úr öll- ur tengingum. Um leið og hann losn- aði og kastaðist logandi frá vélinni, kom svo mikill hnykkur á liana, að ekki var hægt að líkja við annað, en skip í stórsjó. Nú kom fyrirskipun um það, að allir skyldu taka fallhlífarnar. Okk- ur var sagt að stilla okkur upp í röð fram við dyrnar, vinstra megin í flugvélinni. Dyrnar voru opnaðar og loftstraumurinn stóð inn í vélina. Ég var þriðji í röðinni. Fyrsti mað- ur gekk að dyrunum. Um leið og fyrirskipunin kom, stökk hann út í tómt rúmið. Líkami hans tók stefnu til jarðar. Vegna hraða flugvélar- innar, gátum við ekki fylgzt með því hvernig honum reiddi af. Við gátum ekki einu sinni fylgzt með því, hvort fallhlíf hans hefði opn- azt eða ekki. Næsta var sagt að stökkva. Þá var röðin komin að mér. Ég gekk að opnum dyrunum, og svo tók ég skrefið út í hið auða rúm. Ég hugsaði: „Já, svona er það þá.“ Svo hvarf hugur minn til fjöl- skyldu minnar, og hvað af þeim yrði, ef þetta yrði mitt síðasta. Stormstrengurinn, sem stóð af flugvélinni, feykti gleraugunum af mér. Ég bað: „Drottinn, hjálpaðu mér!“ Ég kippti svo í fallhlífar- strenginn af þeim krafti, sem ég átti til í hægri armi mínum. Við þetta skarpa handtak, skrapp strengur- út úr hendi minni. Ég varð óttasleg- inn, að nú hefði ég eyðilagt fallhlíf- ina, og þar með væri öll von úti með björgun. Öll getum við komizt í ógnvekjandi kringumstæður, en á þeim stundum er von fyrir þá, sem þekkja Jesúm Krist, sem frelsara sinn. Brátt sá ég að fallhlífin hafði ekki eyðilagzt, en hún opnast eðlilega. Varð það mikill léttir fyrir mig. Féll ég svo eðlilega niður í gegnum loftið, og uppgötvaði hrátt, að mjög skammt frá mér á niðurfallinu í loftinu, var vinur minn einn. Við vorum svo ná- lægt hvor öðrum, að við gátum kallazt á. Allt í einu er mér litið til hægri og þá sé ég hryllilega sjón: Flugvélin hafði þegar fallið til jarð- ar, og um leið varð ógurleg spreng- ing -í henni, svo að gnýrinn og háv- aðinn af því fór í gegnum loftið eins og Þórdunur. Hafði þetta skeð svo fljótt, eftir að ég hafði vfirgefið vélina, að ég gat ekki hugsað mér, að allir hefðu verið sloppnir út úr hinni brennandi flugvél. Meðan ég sveif þarna í loftinu, undir nælonfallhlífinni, skar það mig í hjartað, ef einhverjir starfs- félagar mínir væru kannski limlest- ir að kveljast í eldinum í braki vél- arinnar. Eða var það mögulegt, að Framhald á bls. 54.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.