Afturelding - 01.08.1962, Blaðsíða 7

Afturelding - 01.08.1962, Blaðsíða 7
AFTURELDING Það sem þarf til D R. 0 S W A L D SMITH: Eftirfarandi gerðist 1904. Logar hinnar miklu Heilags Anda út- hellingar léku um Wales. — Þjóðin var vikin af Guðs vegi. Andleg af- staða þjóðarinnar var allt annað en góð. Kirkjusókn var sára lítil, og syndin flæddi yfir alls staðar. Allt í einu byrjaði Guðs Andi að blása yfir landið, sem óvæntur stormur. Samkomuhúsin fylltust, og fjöldi fólks komst ekki inn. Sam- komurnar stóðu yfir frá því kl. 10 árdegis til 12 á kvöldin. Þrjár samkomur voru hvern dag. Evan Roberts var maðurinn, sem mest kom við sögu í þessari vakningu, en annars var mjög lítið prédikað. Söngur, vitnisburður og bæn var aðal-uppistaðan. Engar söngbækur voru til. Fólkið kunni söngvana frá æskuárunum. Enginn söngkór þjón- aði í samkomunum, því að allir sungu. Ekki voru tekin nein sam- skot, og engar auglýsingar notaðar. Aldrei fyrr hafði svo afleiðinga- rík vakning átt sér stað í Wales. — Guðsafneitarar, þjófar og fjárglæfra- menn endurfæddust, og þúsundir manna endurheimtu mannorð sitt. Hræðilegar syndajátningar voru mjög algengar. Gamlar skuldir voru greiddar. Leikhúsunum var lokað vegna þess hve fáir sóttu þau. Múlösnurnar í kolanámunum létu ekki að stjórn, vegna þess að þær voru því óvanar að sæta svo góðri meðferð. Á fimm vikum bættust 20.0000 manns í söfnuðina. Árið 1835 landsté Titus Coan á strönd Hawaja. Á fyrstu prédikun- arferð hans safnaðist fjöldi manns saman til að hlýða á hann. Það var Dr. Oswalil Smith. svo mikil mergð af fólki, að hann hafði nálega engan tíma til að mat- ast. Eitt sinn prédikaði hann þrisvar áður en hann gaf sér tíma til að neyta morgunverðar. Honum var ljóst, að Guð starfaði á sérstakan hátt. Árið 1837 brauzt vakningin út. Því nær allir íbúarnir komu saman til að hlýða á hann. Hann prédikaði yfir 15.000 manns. Þegar hann gat ekki náð til þeirra, komu þeir til hans, og í tvö ár voru haldnar tjald- samkomur þar. Það kom aldrei fyrir, þótt um hánótt væri, að færri væru samansafnaðir en 2—6000, ef klukk- an ómaði og boðaði samkomu. Menn titruðu og menn grétu, and- vörpuðu og hrópuðu hátt um náð, stundum svo hátt, að ekki var hægt að heyra orð prédikarans. Einnig liðu menn í ómegin svo hundruðum skipti. Einn hrópaði: „Hið tvíeggj- aða sverð gengur í gegnum mig.“ Hinn óguðlegi spottari, sem kom til að trufla, féll til jarðar eins og barinn rakki. Hann hrópaði í ang- ist: „Guð hefur slegið mig.“ Eitt sinn, er Tilus . Coan prédikaði úti á víðavangi er viðstaddir voru 2000 manns, kallaði maður einn upp: „Hvað á ég að gera til þess að frelsast?" Síðan bað hann bænar tollheimtumannsins og allur mann- fjöldinn hóf að ákalla Guð um náð. 1 eina og hálfa klukkustund var ógerningur fyrir Coan að reyna að tala, hann stóð aðeins og horfði á hvernig Guð starfaði. Þrætumál lagfærðust, drykkju- menn öðluðust viðreisn, hórkarlar endurfddust og morðingjar játuðu brot sín og fengu fyrirgefningu. Þjófar skiluðu því, er þeir höfðu tekið og ævilangar syndir voru játaðar. A einu ári bættust söfnuð- unum 5.244 menn og konur. Á brauðsbrotningu voru saman komin 2.400 manns, sem eitt sinn höfðu verið djúpt fallnir í syndum og löst- um, en voru nú útvalin Guðs börn. Og er Coan fór þaðan, hafði hann sjálfur skírt 11.960 menn og konur, fyrir utan þá sem aðrir höfðu skírt. Árið 1821 var það ungur lögfræð- ingur frá fylkinu Adams, sem fór á afvikinn stað í skóginum til að biðja. Guð mætti honum þar og hann endurfæddist undursamlega. Og rétt á eftir skírði Drottinn hann í Heil- ögum Anda. Þessi maður var Char- les G. Finney. Orðrómurinn um þetta barst út um byggðina og menn fylltust áhuga og komu í fjöldatali til samkomu- hússins næsta kvöld og var því lík- ast, sem þeir hefðu leynilega komið sér saman um það. Finney var við- staddur. Guðs Andi féll yfir sam- komuna með sannfærandi krafti og vakningin var komin. Hún breidd- ist yfir nærliggjandi byggðir unz nálega öll Austurríkin voru gripin 55

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.