Afturelding - 01.08.1962, Blaðsíða 4

Afturelding - 01.08.1962, Blaðsíða 4
AFTURELDING JLaLfrLdatdöniut bkessnnaúnnai. Náð Guðs og kraftur hans gerir okkur fær um að gera það, sem við getum ekki gert án hans. Árum saman hafði Frances Haver- gal lifað fögru, kristnu lífi. Samt var Kristur ekki lifandi, alltaf nær- verandi raunveruleiki fyrir hana. Ekki þetta, sem hún sagði sjálf: — „Meira innilega kær mér, en nokk- ur jarðneskur vinur.“ Hún skrifar um það sjálf: „Af og til fann ég fyrir nærveru Jesú — en — ó, hve ég þráði að fyllast af Heilögum Anda og gleði! Ég vænti alltaf þeirrar stundar, sem hann vildi opinberast mér alveg sér- staklega. En eftirvænting mín var róleg og í trausti, ekki kvíðafull eða óróleg. . . . Það var einn sunnudag, er ég í fyrsta sinni sá það greinilega, hví- lík blessun hlyti að liggja í því að gefa sig Guði fullkomlega. Fórnin má vera fullkomin, áður en við fá- um fullkomna blessun. Guð sýndi mér þetta mjög greinilega. Ég hafði ekki tokið þátt í sam- komum eða trúaðramótum, svo að það voru ekki mannahugsanir eða skoðanir, sem opnuðu skilning minn á þessu. Það fyrsta sem ég sá, var, að blóð Jesú Krists hreinsar af allri synd. Því næst sá ég, að hann sem hafði hreinsað mig, hafði mátt til að varðveita mig hreina. Ég frambauð mig fullkomlega og reiddi mig síðan á það, að hann vildi varð- veita mig. Um leið vil ég segja þetta, að það er aðeins, þegar mannssálin er kom- in algerlega undir blóðið, sem hún hreinsast frá allri synd. Jafnskjótt og líf okkar er ekki fullkomlega undir blóðinu, getur syndin tekið vald yfir okkur á nýjan leik. Það 52 er aðeins þegar við varðveitumst undir krafti Guðs, að við getum ver- ið viss um, að syndga ekki gegn hon- um. Förum við að reiða okkur á eig- in kraft, föllum við óhjákvæmilega. Við megum ekki takmarka það blessaða fyrirheit Guðs í orði hans, um það, að blóð Jesú Guðs sonar hreinsar oss frá allri synd, með því að efast um það, eða neita að taka á móti því, í þess fyllstu merkingu. Við megum ekki takmarka vald Guðs til þess að varðveita okkur. Oft lítum við meira á okkar veik- leika, en almætti Guðs. Það var þetta orð, um fulla hreinsun, sem opnaði dyr vonarinnar og gleðinnar fyrir mér. Nú skildi ég það, að blóðið hreinsar, og hreinsar viðvar- andi. Ég á engin orð á tungu minni, sem geta lýst því, hvílíkum friði hjarta mitt fylltist, er ég sá þetta. Það var ekki aðeins, að ég mætti koma einu sinni að þessari hreins- andi ]ind, heldur mátti ég stöðug- lega vera í þessum hreinsandi straumi, til þess að ég gæti verið viðvarandi hrein. — Hvers vegna eigum við ekki að taka á móti fyrir- heiti Guðs alveg eins og það stend- ur skrifað? Þegar ég er orðin réttlætt fyrir trú, og hef öðlazt fullvissu um fyrir- gefning syndanna, þá þarfnast ég kraftar Guðs Anda til að varðveita mig frá því að hryggja Krist, og til þess að varðveita hugsanir mínar og verknað minn frá því að gera neitt, sem ekki er í samræmi við vilja Guðs. Ó, hve við þörfnumst þessa. Og orðið segir, að Guð vilji gefa okk- ur, allt, er við þörfnumst. Ættum við þá að segja við okkur sjálf og aðra, sem við tölum við, að þetla þýði ekki í bókstaflegri merkingu allt? Nei. Bæði með tillili til boða Guðs og fyrirheita, sé ég ekki betur en við takmörkum þau, ef við tökum þau ekki nákvæmlega eins og þau hljóða. Er það þá ekki komið fyrir okkur, eins og þar stendur: „Er það satt að Guð hafi sagt?“ Við getum ekki gert okkur ánægð með að ganga hálfan veginn með Kristi. Við verðum að gefast hon- um fullkomlega. Því að allt sem ekki er af trú, er synd. Og við vog- um ekki að geyma neina synd. Ég veit, að ef ég hika við það að gefa mig Guði í einu atriði, er samband- ið, hið fulla samband við guð, rofið. Þá fölnar gleðin. Hvert andartak af lífi sínu, segir Frances Havergal, að hún hafi sett sér að Guð ætti. Allt sem hún gerði, kostaði hún kapps um að yrði Guði til dýrðar. En það var ekki aðeins tíminn, sem hún gaf Guði. Hún hugsaði um það, að hver eyrir af peningum hennar, heyrði Drottni til. Ávallt lagði hún það fram fyrir Guð, hvernig húti skyldi nota pen inga sína. Hún taldi sig ekki hafa leyfi til þess að nota þá til þess að kaupa fín föt handa sjálfri sér. Og fínustu og dýrustu föt sín og gersemar, gaf hún til Guðsríkis, og klæddist sjálf, eftir það, látlaust og blátt áfram. „Drottinn hefur gert það þannig,“ skrifar hún, „að ég hef eignazt full- komna gleði í því, sem er Guðs vilji.“ Ég veit ekki um eina einustu hugsun hjá sjálfri mér, sem stríðir í gegn Guðs vilja. Ég óska, og bið þess að vilji hans megi ske í öllum hlut- um í lífi mínu. Og afleiðing þess er sú, að ég hef engan ótta, engar efasemdir, enga skugga, en í hjarta mínu er aðeins sólskin. Að vera í vilja Guðs með alla hluti, gefur full- komna blessun. Og vilji Guðs gerir aldrei rangt.“

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.