Afturelding - 01.08.1962, Blaðsíða 16

Afturelding - 01.08.1962, Blaðsíða 16
AFTURELDING Efri myndin: Nokkur hluti mótsgesta að lokinni útisamkomu. Neðri myndin: Ungir menn í hu^leiðin^u um það, hvernijf þeir ffeti þjónað Drottni sem bezt. Frá vinstri: Dagbjartur Guðjónsson, Eiður Stcfánsson, Hallgr. Guðmannsson og Garðar Eoftsson. við hvernig Drottinn opnaði og uppfyllti hverja 'þörf, svo mögulegt yrði að taka á móti vinunum. Og við erum svo þakklát öllum þeim er réttu á einn eða annan hátt fram hjálpar- og vinar hendur. — Sökum þess hve litlu húsnæði söfnuðurinn hefur yfir að ráða, þurfti að fá allt húsnæði til láns. Var kirkjan fengin fyrir opinberar samkomur hvert kvöld, en salur Hjálpræðishersins til bænahalds og biblíulestra. Sem svefnstað leyfði Skólaráð 64 ísafjarðar fúslega afnot af nokkrum skólastofum. Og stjórn húsmæðra- skólans svefnherbergi nemenda. Fyr- ir mötuneytið lánaði kau[)félagsstjór- inn fundar- og samkomusal félagsins ásamt eldhúsi og öðru tilheyrandi. Fyrir allt þetta erum við mjög þakk- lát. Einnig konunum, sem með gleði og fórnfýsi tóku að sér að sjá um mötuneytið. Þá voru margir sem með greiða og gestrisni opnuðu heimili sín fyrir aðkomufólkinu, er það mikið þakkarefni. Við gleðj- umst yfir því, við vitum að þeir fá sín laun. Það var orðið áliðið dags á sunnu- daginn, þegar flugvélin með fyrstu mótsgestina lenti á Skipeyri. Og brátt rann bifreiðin með farþegana heim að stöðinni og við hvern glugga gat að líta brosandi andlit og veifandi hendur. Litlu síðar komu svo smábílarnir að vestan. Og fram yfir miðja viku bættist dag- lega í hópinn. Söngkór Fíladelfíu kom seint á mánudagskvöld. En hann hafði farið hægt yfir og haldið samkomur á nokkrum stöðum á leið- inni. Fyrirkomulag mótsins mun hafa verið svipað og undanfarin ár. Byrjað með bæn kl. 10 að morgni, biblíulestrar eða bæn kl. 2 og 4, vakningasamkoma 8:30. Og að henni lokinni, bæn eftir því sem tími og ástæður leyfðu. Biblíulestrarnir voru haldnir af hinum leiðandi bræðrum til skipt- is. Á vakningasamkomunum í kirkj- unni komu fram margir ræðumenn, kór og hljómsveit Fíladelfíu sungu og léku undir stjórn Árna Arin- bjarnarsonar, en undirleik annaðist Daníel Jónasson. Nú var tækifæri ísfirðinga að heyra Guðs orð boðað af svo mörg- um. En á fyrstu samkomunum var ekki mikil aðsókn, en fór dagvax- andi og síðustu kvöldin var kirkjan troðfull. Auk þessara samkomna voru farn- ar smá hópferðir til nærliggjandi staða: Súðavíkur, Suðureyrar, Bol- ungarvíkur og flateyrar. Nú er hátíðin liðin, við höfum kvatt systkinahópinn með þakklæti í huga, hvert þeirra er nú aftur heima. Okkur sem eftir vorum fannst svo tómlegt. En við þökkum ykkur, sem komuð og við þökkum ykkur sem ekki gátuð komið, en fylgdust með í bæn. Guð blessi ykkur öll. Gu'Sbjörg Þorsteinsdótlir.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.