Afturelding - 01.08.1962, Blaðsíða 14

Afturelding - 01.08.1962, Blaðsíða 14
AFTURELDING fór að hlusta á jarðarfarir. En dag einn, seint í júní 1952 gerðist nokk- uð merkilegt. Ég opnaði sjálf út- varpið, til að vita, hvort ekki væri „jarðarför“. Jú, einmitt! Það hljóm- aði til okkar fallegur söngur, en ekki könnuðumst við mamma neitt við sálmana. Svo byrjaði ræðan. Þá verður okkur mömmu jafnt að orði: „Þetta er ekki neinn prestanna.“ I stað þess að flýja út eins og venju- lega, sat ég sem fastast við útvarp- ið og teygaði orðin til mín, eins og þyrstur maður svaladrykk. Fannst mér, sem einhver lifandi kraftur streymdi um alla veru mína. Maðurinn, sem verið var að jarðsyngja, hét Sigurður Pétursson og hafði hann dáið í blóma lífsins, eftir mikil veikindi. Ég man að ræðumaður lýsti síðustu samfund- um þeirra. Af hverju hafði allt þetta tal, um ungan mann, sem varð að deyja í blóma lífsins, svona styrkj- andi áhrif á mig? Það var vegna þess, að þessi ungi maður lifði og dó í Kristi, og maðurinn, sem ræð- una hélt, átti náið samband við Krist. Einmitt þetta hafði ég þráð alla ævi, en aldrei getað öðlazt, enda aldrei hitt neinn, sem gat sagt mér til vegar. Strax og síðasti tónn síðasta sálmsins dó út, spurði ég mömmu: „Hver ætli þetta hafi verið, sem prédikaði?“ „Það hefur líklega ver- ið Ásmundur Eiríksson, hann er með einhvern sérsöfnuð,“ svaraði hún. Aldrei hafði ég vitað dæmi til þess fyrr, að sigrandi kraftur lífs- ins fylgdi jarðarför. Á sömu stundu greip djúpur og sár söknuður hjarta mitt, út af því, að líklega mundi ég aldrei fá að heyra þennan mann prédika aftur, né heyra þennan söng framar, er hafði svo friðandi áhrif á mig. Þar sem ég stóð við eldhús- bekkinn, fylltist ég ómótstæðilegri þrá eftir því að eignast þennan 62 kraft í líf mitt, er mér fannst þessi maður eiga. En ráð til þess sá ég engin. Ég var einlæg í þrá minni, en samt hefði ég aldrei getað trúað því að óreyndu, að þessi þrá mín yrði að jafndásamlegum raunveru- leika og raun varð á. Næsta skref Guðs með mig, var, að ég heyrði tilkynnt í útvarpinu: „Fíladelfíusöfnuðurinn flytur guðs- þjónustu í útvarpssal.“ Þetta varð mér hjartfólgin auglýsing (og hefur alltaf verið síðan). Varð mér nú ljóst, að það mundi vera sama fólk- ið, sem ég hafði hlustað á við áður- nefnda jarðarför. Ég hlustaði með gaumgæfni, og hvert orð, sem sagt var, bæði í ræðu og söng, féll eins og regn á þurra jörð. — Eitt sinn komst ræðumað- \ ur ])annig að orði: „Blessaði frels- i]arinn.“ Ég kipptist við, þar sem ég lá máttvana og grátandi á legu- bekknum. Það var sem um mig færi himneskur rafstraumur, sem var lífgandi og huggandi. Enn í dag man ég áhrifin frá þessum orðum. Ég hafði aldrei heyrt nokkurn mann segja „blessaði frelsarinn“ fyrr, og þó er ég fædd og uppalin með þjóð, sem sögð er kristin. í einni svipan I sá ég fyrir mér alla prestana sem ég hafði hlustað á við ein og önnur tækifæri, um þrjátíu að tölu. Af . hverju höfðu þeir aldrei komizt svona að orði, aldrei sagt þetta? í október byrjun 1956 stórversn- aði heilsa mín, og var þó ekki á það bætandi. Var ég þá húin að hrekjazt á milli að minnsta kosti 10 lækna, bæði á Akureyri og eins í Reykjavík. Mér hafði líka verið gef- ið það í skyn, að það væri engin von um bata fyrir mig. Þessa dimmu októberdaga hafði vonleysið setzt alveg að hjá mér. Bæði líkamlegir og andlegir kraftar brotnuðu nú al- veg niður. Ég hafði líka farið marg- ar ferðir til hinna svokölluðu „and- legu lækna.“ En það voru ömurleg- !ar ferðir, og gáfu mér ekkert, hvorki fyrir sál né líkama. Ég var þar kom- in, að mér fannst allt í lífinu hafa ; brugðizt mér, hreint allt! En allt í einu brýzt lítil stjarna gegnum hin dimmu ský. Eitt kvöld er auglýst í útvarpinu, að Fíladelfíu- söfnuðurinn ætli að flytja guðsþjón- ustu í útvarpið. Hún var flutt 21. október. Undir guðsþjónustunni tók ég þá föstu ákvörðun, að láta nú til skarar skríða og gera allt, sem í mínu valdi stæði til þess að ég mætti öðlast þann sigrandi kraft, er mér virtist þetta fólk eiga. Afleiðing af þessari ákvörðun varð sú, að 10. nóvember skrifaði ég Ásmundi Eiríkssyni og bað hann að leiðbeina mér til þess að öðlast frelsi, sem þetta fólk vitnaði um. Enn þyngdi heilsu minni til muna. Var svo komið að ég gat varla hreyft mig fyrir kvölum, og á kvöld- in, þegar ég ætlaði að reyna að sofna, sótti á mig slíkur kuldi, að mér fannst, sem ég væri alveg að kólna upp og dauðinn væri að ljúka verki sínu. Ég var orðin svo móð- laus, að ég hafði ekki einu sinni dug til þess að kalla lækni til mín, enda voru þeir orðnir dauðleiðir á mér, og ég á því að kvarta við þá. Ég minnist eins kvölds, þegar þessi ískuldi sjúkdómsins virtist alveg vera að gera út af við mig í vel- heitu húsinu, þá fór ég að hugsa um það, hvort ekki væri rétt af mér að flýta fyrir dauða mínum, og losna við þessar þjáningar á þann hátt. Því ekki að fara bara út einhverja nóttina og leggja mig í einhvern snjóskaflinn, því að þá mundi dauð- inn koma fljótt, er sá kuldi bættist við þann kulda, sem var í líkama mínum. í þjáningum mínum, og þessu djúpa andlega myrkri, fór ég að bú- ast við svari frá Ásmundi Eiríks- syni. Það kom svo 26. nóv. og var miklu sterkara og kröftugra en ég

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.