Afturelding - 01.08.1962, Blaðsíða 8

Afturelding - 01.08.1962, Blaðsíða 8
AFTURELDING af voldugri vakningu. Hverju sinni, sem Finney prédikaði féll Heilagur Andi yfir samkomuna. Mörgum sinn- um fór Guð fyrir honum, svo að þegar hann mætti á samkomustaðn- um, kom hann að fólkinu þar sem það þegar var í bæn og bað uin náð. Stundum var syndaneyðin svo mikil að hún orsakaði slík neyðar- óp, að hann varð að hætta að pré- dika þar til kyrrð var komin á ný. Prédikarar og safnaðarmeðlimir urðu sem nýir menn. Syndugir menn og konur fengu viðreisn í þúsundatali, og árum saman hélt þetta mikla náðarverk áfram. Menn höfðu aldrei á ævi sinni verið vitni að slíku. Ég hef minnt ykkur á þrjá mis- munandi atburði, þar sem Heilags Anda úthelling hefur átt sér stað. Hundruð slíkra dæma mætti nefna. En þetta nægir til að sína hvað ég meina. Þörfnumst við þessa? Takið nú eftir! Hversu mörg af samkomuhús- unum okkar standa ekki hálftóm sunnudag eftir sunnudag. Hvílíkur fjöldi fólks, sem aldrei stígur sín- um fæti í Guðs hús! Hvað margar bænastundir höfum við í viku, þar sem ríkir líf og hrifning? Hvar er hungur að finna eftir andlegum hlutum? Og hvað gerum við fyrir kristni- boðið í löndunum hinum megin við hafið, þar sem myrkur heiðninnar ræður rikjum? Veldur það okkur nokkurn tíma óróleika að menn og konur glatast í fjöldatali? Höfum við gerzt sjálfselsk? Hvað eigum við þá að segja um hinn óviðjafnanlega og volduga auð, sem Guð hefur gefið okkur? Takið Bandaríkin sem dæmi, hina auðugustu þjóð heimsins í dag, og sem á meiri hluta möguleika sinna í höndum játenda kristinnar trúar. 56 En þrátt fyrir þetta vörðu Banda- ríkin meiri verðmætum til gúmmí kaupa á einu ári, en til kristniboðs- starfs. Hversu margir kristnir menn gefa ekki einu sinni tíund af tekj- um sínum til Guðs fyrir allt, sem hann gefur þeim. Týzkustefnan ræður ríkjum bæði í háskólum okkar og kennaraskól- um. Menn segja frá því þar, að Jesús hafi aldrei gert neitt krafta- verk, og ekki risið upp frá dauðum. Hversu margir kristnir menn í dag lifa ekki lífinu einungis til að sýnast fyrir mönnum. Ó, hvað við erum orðin lík heiminum! Hversu lítið mótstöðuafl höfum við ekki! Hvar eru ofsóknirnar, sem svo ríku- lega féllu í hlut hinna frumkristnu safnaða? Hversu létt er ekki að vera kristinn í dag! Og hvernig er það með andlega starfið? Hrífast menn, endurfæð- ast og frelsast við þann boðskap, sem prédikarinn ber fram? Hversu margir vinnast við boðun Orðsins? Ó, vinir mínir, við erum hlaðnir ýmis konar ætlunarverkum, sem lieyra söfnuðinum til á sama tíma sem aðalstarf safnaðarins, sem sé það, að vinna mennina fyrir Guð og bjarga hinum tíndu, er því nær með öllu vanrækt. Hvar er sannfæringin um synd, sem áður var svo sterk? Heyrir það ef til vill til hinu liðna? Já, mennirnir hafa gleymt Guði. Syndin ræður ríkjum alls staðar, og boðunin grípur ekki fólkið. Og ég þekki ekkert annað, sem ráðið geti bót á ástandinu, en úthelling Heil- ags Anda. Slík vakning hefur um- breytt borgum í hundraðatali, og hún getur einnig umbreytt okkar samtíð. Hvernig getum við öðlazt slíka Heilags Anda úthellingu. Þú svar- ar. Gegnum bæn. Hárrétt! En það er eitt, sem verður að ganga á undan bæninni. Fyrst verðum við að ganga í dóm við syndina, því að ef líf okkar er ekki réttlátt í augum Guðs, og syndin fjarlægð, getum við beðið til dómsdags og vakningin kemur aldrei. „En það eru mis- gjörðir yðar, sem skilnað hafa gjört milli yðar og Guðs yðar, og syndir yður, sem byrgt hafa auglit hans fyrir yður, svo að hann heyrir ekki.“ (Jes. 59.2). Vinur minn, ég veit ekki, hver synd þín er. En Guð veit það og þú veizt það. Ég vildi óska, að þú færir að íhuga þetta. Þú skalt hætta að biðja og standa upp frá þinni knéfallandi bæn, unz að þú hefur gengið í dóm við syndina og fjar- lægt hana. „Ef ég hygg á illt í hjarta mínu, þá heyrir Drottinn ekki.“ (Sálm. 66,18). Leyf Guði að rannsaka hjarta þitt og fjarlægja hindrunina. Það verður að játa syndina og yfir- gefa hana. Ef til vill neitar þú Guði um eitlhvað, rænir frá honum því, sem er hans eign. En þetta áhrærir þig einan, ekki mig. Það er hlutur, sem kemur einungis þér og Guði við. Bræður mínir, Biðjið! Hefjið ákall frammi fyrir augliti Guðs fyrir borginni ykkar? Ákallið hann nætur og daga um að hann megi gefa Heilags Anda úthellingu! -— Nú er tími bænarinnar. Við lesum um það, að á vissum tíma í starfi Finneys, dó vakningin út. Hann bað þá æskufólkið að koma saman til bænar morgun, kvöld og miðjan dag, þrem sinnum á dag. Á ný helltist Andinn blessaði frá Guðs himni yfir þá og samkomusalirnir fylltust áheyrendum. En auðvitað verður það að vera trúarbæn, bæn sem væntir svars. Ef Guð uppvekur menn og konur til að biðja um vakningu, er það öruggt tákn þess, að hann þráir að gefa slíka vakningu, og hann stendur ávallt trúlega á bak við sitt orð. —

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.