Afturelding - 01.12.1976, Blaðsíða 5

Afturelding - 01.12.1976, Blaðsíða 5
efni og sokkar. Einnig tilbúinn kjóll handa mér og fleiri metrar af fallegu flúnnelli og skór handa öllum. í mínum skó var miði, sem ég hef geymt handa börnunum mínum. Á miðanum stóð: ,,Slár þínar séu af járni og eir, og afl þitt réni ekki fyrr en ævina þrýtur.” (5 Mós. 33,25) í hönzkum sem John fékk, var einnig miði, á honum stóð: ,,Því að ég, Drott- inn Guð þinn, held í hönd þína og segi við þig, óttast þú eigi, ég hjálpa þér”. (Jes. 41:13.) Þetta var dásamlegur kassi, sem gefinn var af kærleika og umhyggju. Drengirnir fengu báðir föt og Rut rauðan kjól. Einnig húfur, trefla og vettlinga. í miðjum kassanum var langur pappakassi og í honum var stór dúkka. Við grétum af gleði bæði tvö. En þegar við fundum á botninum tvenn pör af skautum, fannst okkur næstum, við ekki geta tekið á móti meiru. Það voru bækur handa okkur og börnunum. Svuntur, nærföt, nálar, hnappar, tvinni og svo bréf með peningum. Það var komið yfir miðnætti. Við vorum þreytt og svöng. Og á meðan við borðuðum okkar einfalda mat, töluðum við um trúfesti Guðs. Þegar við daginn eftir sáum gleði barn- anna voru hjörtu okkarfull afþakklæti til Guðs. Án þess að segja nokkuð, tók Rut dúkkuna, fór inn í svefnherbergið og kraup við rúmið. Þegar hún kom aftur hvíslaði hún að mér: „Mamma, ég vissi, að ég fengi dúkkuna. Og nú hef ég þakkað Jesú fyrir hana.” Við þökkuðum ekki aðeins Guði heldur einnig söfnuðinum, sem hafði sent allar þessar góðu gjafir. Frá þessum tíma höfum við reynt að lifa í trausti til Guðs. Við höfum oft gengið í gegnum erfíða tíma, en traust okkar á Guði hefur verið óhaggan- legt. Það er ekkert sem við óttumst eins mikið, og að efast um umhyggju Guðs. Aftur og aftur höfum við fengið að reyna það, að þeir sem leita Drottins líða engan skort. Úr sænsku. Og engillinn svaraði og sagði við hana: Heilagur andi mun koma yfir þig og kraftur hins hæsta mun yfirskyggja þig, fyrir því mun og það, sem fæðist, verða kallað heilagt, sonur Guðs. Lúk, 1:35. Önd mín miklar Drottin og andi minn hefir glaðst í Guði, frelsara mínum. Lúk, 1:47. Og engillinn sagði við þá: Verið óhræddir, því sjá, ég boað yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum; því að yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davtðs. Lúk, 2:10—11. Dýrð sé Guði í upphæðum, og friður á jörðumeð þeim mönnum, sem hann hefir velþóknun á. Lúk, 2:14. En er Jesús var fæddur í Betlehem : Júdeu, á dögum Heródesar konungs, sjá, þá komu vitringar frá Austurlöndum til Jerúsalem og sögðu: Hvar er hinn nýfæddi Gyðingakonung- ur? Því að vér höfum séð stjörnu hans austur frá og erum komnir, til þess að veita honum lotning. Matt, 2:1—2. Og er hann hafði safnað saman öllum æðstu prestum og fræðimönnum lýðsins, spurði hann þá, hvar Kristur ætti að fæðast. Og þeir svöruðu honum: í Betlehem í Júdeu. Matt, 2:4—5. Þegar átta dagar voru liðnir og hann skyldi umskera, var hann látinn heitaJESÚS, eins og hann var nefndur af englinum, áður en hann var getinn í móðurlífi. Lúk, 2:21. 5

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.