Afturelding - 01.12.1976, Blaðsíða 21

Afturelding - 01.12.1976, Blaðsíða 21
EFTRUN heppnast að segja þeim um hina stuttu lífsgöngu og svo hinsvegar eilífðina. En var það yfír höfuð möguiegt? Hugsandi sneri ég mér að hringleikahússtjóranum: „Skiija allir hér þýzku?” „Sussu nei, jafnvel ensku skilja aðeins fáeinir. Margir þeirra skilja einungis sitt móðurmál og skilja mig einungis gegnum túik. Talið þér þara eitthvað, enginn skilur það hvort sem er.” Wilhelm Busch Ég var i laglegri klípu. Þetta virtist þýðingar- laust. Jæja, ég varð að tala til þeirra, sem skildu mig, forstjórans og þýzkumælandi þjónustu- fólksins. Það hafði augsýnilega ekki komið í kirkju í langan tíma, svo að ég vildi reyna að segja þeim frá eilífðarmálunum. Ég las Guðs orð og byrjaði að tala. Söfnuðurinn var ákaflega órólegur. Stúlkurnar sem sátu þarna voru uppteknar við að púðra sig, sminka og spegla. Það hlýtur reyndar að vera leiðinlegt, þegar skilningur er ekki fyrir hendi á tungumálinu sem talað er. Ég talaði til þeirra um hin raunalegu örlög Indíánakonunnar, sem nú var lögð t gröf í ókunnu landi. En einnig þið, sem ferðist frá einu landinu til annars eruð heimilislaus. Þess vegna vil ég gjarnan segja ykkur, að hið eilífa heimili er komið til ykkar. Sál okkar er heima, þegar hún er hjájesú.” Þá skeði nokkuð merkilegt. I sama bili og ég nefndi Jesú nafn, fór eins og bylgja eða hreyfing um alla samkomuna, þetta var orð sem þeir skildu. Við hljóminn af Jesú nafni hlustaði það. En ég merkti, að það var ekki aðeins að þeir þekktu nafnið. Nei, sjálft nafnið hafði á einkennilegan hátt vald yfir þeim. Indíánarnir hneigðu sig. Austurálfufólkið, sem hafði verið mjög órólegt, varð nú kyrrlátt, og Rússarnir litu á mig stórum augum. — Þá hélt ég líkræðuna. Það var bara um þetta orð. Hið mikla Jesú nafn. í hvert sinn sem ég nefndi Jesú nafn hneigðu Indíánarnir sig og allt fólkið sat grafkyrrt. Mér varð litið til kvennanna á aftasta bekknum. Allur varalitur og speglar var horfið og ein grét en önnur drap höfði og huldi andlitið í höndum sér. Hurfu hugsanir þeirra til baka til hamingjusamari bernskuára þar sem þær í fyrsta skipti heyrðu Jesú nafn? Og á meðan ég boðaði Jesúm, og allt þetta mismunandi fólk, frá mismunandi stöðum á okkar jörð hlustaði og var þögult fyrir honum, var eins og ég upplifði allt það í smæðstu atriðum, sem við öll komum til með að reyna við endalokin þau hin miklu. Fyrir Jesú nafni skulu öll kné beygja sig, í himninum og á jörðinni og undir jörðinni. Þýtt, GarðarLoftsson. Treystu Drotni af öllu hjarta, en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit. Orðsk, 3:5. Son minn, lítilsvirð eigi ögun Drottins og lát þér eigi gremjast umvöndun hans. Orðsk, 3:11. Þegar þú legst til hvíldar, þarft þú ekki að hræðast, og hvílist þú, mun svefinn vera vær. Orðsk, 3:24. Því að Drottinn mun vera athvarf þitt og varðveita fót þinn, að hann verði eigi fanginn. Synja eigi góðs þeim, er þarfnast þess, ef það er á þínu valdi að gjöra það. Orðsk, 3:26.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.