Afturelding - 01.12.1976, Blaðsíða 15

Afturelding - 01.12.1976, Blaðsíða 15
Billy Graham. við sjáum alla sem vísa til sætis, ráðgjafa, og kórfélaga sem eina heild í okkar stóru raðsamkomum, erum við minnt á orð Páls postula að við öll, þótt mörg séum, erum samt limir á líkama Krists. Maður getur ekki sagt frá hvaða samfélagi maður kemur frá. En það er augljóst að þeir eru kristnir. Og að þeir taka hlutverk sitt alvarlega. Guð hefur blessað þessa andlegu einingu og þess vegna hefur hann úthellt af sínum mikla andlega krafti yfir oss. Þegar eindregið var beðið og leitað Guðs vilja, er eðlilegur árangur eldur hvítasunnunn- ar. Seinna fylgdi svo gnýrinn af himni, og hið volduga stormviðri og eldur Guðs féll. Þetta eru frumatriði, sem menn geta ekki fram- kvæmt. Þetta eru yfirnáttúrulegar staðreyndir. Án þeirra mundi allt vera líflaust og verðlaust. En tendraður og brennandi söfnuður hefur ávallt aðdráttarafl. Þegar söfnuðurinn missir eldinn, ylinn og kostgæfnina, getur hann ekki brotist í gegnum . múr heiðindóms og efnishyggju, sem umlykur hann. Þetta var brennandi söfnuður. Lærisveinar Krists höfðu engin áhrif á hinn guðlausa heim, fyrr en þeir urðu brennandi söfnuður. Eftir að þeir x einhuga bæn, og trausti á fyrirheitið féll eldur himinsins yfir þá. Bibltan segir, að þegar gnýrinn heyrðist, safnaðist fjöldi fóiks saman, og þarna var hreyfíng. Fólkið var slegið undrun. Hvern skyldi hafa grunað, að þarna í skaranum voru fiskimenn, tollheimtumenn og fólk úr öðmm stéttum, menn sem eftir reynsluna í loftstof- unni mundu hafa áhrif á rás sögunnar, skrifa nokkrar af perlum bókmenntanna og hjálpa til með að byggja hina stærstu stofnun, sem heimurinn hefurþekkt — söfnuð lifanda Guðs. Þegar við virðum fyrir okkur þessa fyrstu kristnu, fyrir hvítasunnuna, sjáum við þá deilu- gjarna, sjálfselska, nautnasjúka, drifna af löng- un eftir æðstu heiðurssætum — nákvæmlega eins og heimurinn í kringum þá. Þetta vom vingjarnlegir menn og konur. En eftir hvíta- sunnuna varð skapgerð þeirra og persónuleiki heillandi. Það kom nýtt leiftur í augu þeirra, sem við getum lesið um enn þann dag í dag í Postulasögunni. Þegar postularnir vom skírðir með eldinum hinn fyrsta hvítasunnudag, skerptist þeirra andlegu eiginleikar, skilningur þeirra og dóm- greind varð skýrari. Sálir þeirra tendmðust af eldinum, ákefð eftir að heiðra föðurinn og brennandi áhuga eftir að hjálpa glötuðum mannssálum. Vakning er eðlilegt ástand. Kirkjusagan greinir frá, að miklu fleiri komi í söfnuðinn á vakningar tímum en eftir venjulegu starfsformi. Svo miklu fleiri, að ég er sannfærð- ur um að vakning er eðlilegt ástand safn- aðarins. Söfnuðurinn fæddist í yfirnáttúmlegri vakningu. Hann nærðist og styrktist af vakning- um í gegnum aldirnar. Og síðan er honum haldið við í vakningum í gegnum árin. Söfn- uðurinn getur ekki verið til án þessara tímabila af andlegri endurnýjun og endurvakningu, 15

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.