Afturelding - 01.12.1976, Blaðsíða 8

Afturelding - 01.12.1976, Blaðsíða 8
VETTVANGUR STARFSINS Eins og undanfarna vetur dveljast systkyni okkar mörg ytra á erlendum Biblíuskólum. Vegna fyrirbæna fyrir þeim og almenns sambands skal þess getið. Lengzt í vestri er Indriði Kristjánsson fráísafirði. DvelurhanníEdmontoní Kanada. Er þetta annar vetur bans ytra og ereins og áður hefur verið getið. Paraguay í stefnu hjáhonum. Ekki er að efa að Indriði stundar nám sitt með heilindum og kemur sér vel þar í Edmonton, eins og annarsstaðar er spor hans liggja. í Englandi dvelja þau Herta og Haraldur Guðjónsson við nám t enskri tungu. Eru þau þar til jóla, eftir ársdvöl á Kaggeholm í Svíþjóð. En jafnframt námi unnu þau hjón við skólann og komu sér ákaflega vel. Að námi loknu voru þau hjón heiðruð, á óvanalegan hátt, sem nemendur njóta ekki almennt. Var það umbun, fyrir góð störf í þágu skólans og fyrirmynd er sýnd var við námið. Við sama skóla dvelja nú í vetur Stella og Árni Arnason, ásamt tveim sonum þeirra hjóna. Ekki er að efa, að námið sækist þeim vel og traustur grundvöllur lagður að framtíð þeirra hjóna í Guðsríki. í Kvinnesdal er Gestur Sigurbjörnsson annað árið í röð. Þar eru fyrirmenn skólans hinir ágætustu, bæði hvað snertir menntun og manngæði. Umhverfi skólans er mjög fagurt og stórbrotið. Gestur mun koma heim reynslunni ríkari og með víðari sjóndeildarhring, til starfa í Guðsríki eftir veru sína í Noregi. Lengstísuðri, Brussell í Belgíu ersvo Clarence Glad Daníelsson. Ungmenni er veit hvað hann vill og keppir að því. Guðfinna og Guðni Einarsson heimsóttu skólann s.l. haust og kvað rektor upp úr, að hefði hann 10 nemendur eins og Clarence, þá væri rekstri skólans borgið og tilætluðum árangri náð. Salemsöfnuðurí Oslo, rekur Biblíunámskeið, sem ná yfír misseristímabil í einu. Ari Guðmundsson hefur stundað þar nám, frá 8 seinnipart sumars og allt að jólum. En kona hans vinnur við fag sitt þar ytra, Elín Anna Brynjólfs- dóttir ljósmóðir. Þau munu væntanleg heim fyrir hátíðar. Frímann Ásmundsson dvelur við frekara málanám í Englandi, en kona hans dvelur í Noregi, ásamt syni þeirra hjóna. Sam og Ruth Glad hafa verið í Englandi í allt haust. Tókuþauþáttí alheimsmótinu sem haldið varíLondon. Þau munu væntanlegheimí byrjun desember og reiknað er með flutningi þeirra til Stykkishólms í vetur. 22. októberkomu til landsinsfráBandaríkjun- um Lori ogjóel Freemann ásamt Pétri Inccombe. Byrjuðu þau með Biblíuskóla og samkomuhöld í Keflavík. Inn í veru þeirra þar, féll endurvígsla á salnum í Fíladelfíu í Keflavík. Reyndar má hafa þetta í fleirtölu, því fyrir ofan kirkjusalinn er kominn vistlegur salur, sem nota má til margvíslegrahluta. Erþarkaffístofa, meðstökum borðum, hljómburðartækjum og eldhúskrók. Allt fallegt og vistlegt. Jafnhliða þessum miklu breytingum, þá var einangrun hússins stórlega bætt. Sitt sýnist hverjum um flest. En allir geta verið sammála að þarna hefur mikið verk verið unnið og mikil verðmætasköpun átt sér stað. Samúel Ingimarsson hefur staðið í oddi fyrir þessu og notið mikil stuðnings vinanna í Keflavík og frá Keflavíkurflugvelli. Laugardags- kvöldið 30. október, var troðfullt hús í Keflavík, margt fólk úr kór Fíladelfíu í Reykjavík, ásamt söngstjóra Árna Arinbjarnarsyni ásamt forstöðu- mönnum safnaðarins í Reykjavík og öldungum. Eftir samkomuna var boðið til kaffídrykkju í hinum nýju húsakynnum. Bæn okkar er að þetta megialltverðatil blessunar, fyrirunga og gamlaí Keflavík og nágrenni. Frá og með 2. nóvember til hins 7. nóvember töluðu þeir á hverju kvöldi í Fíladelfíu Joel Freemann og Pétur Inchcombe. Til styrktar þeim

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.