Afturelding - 01.01.1982, Blaðsíða 2

Afturelding - 01.01.1982, Blaðsíða 2
Væntir þú enc I Biblíunni er oft minnst á' heimsendi. Jesús Krist- ur sagöi: ,,Himinn og jörö munu líða undir lok . . .“ Hann sagöi fyrir um mörg tákn er koma skyldu fram áöur en endirinn kæmi. Einnig sagöist hann sjálf- ur myndu koma aftur á efstu dögum. Margir eru uggandi um framtíö heimsins í dag og á þaö jafnt við um þá sem trúa boðskap Biblíunnarog þá er trúa honum ekki. í þessu fyrsta tölublaði Aftureldingar 1982 eru efstu dagar geröir aö megin umfjöllunarefni. Fjallaö er um hvernig spádómar Biblíunnar og atburðir nútímans fara saman og benda til þess að viö lifum á efstu dögum og einnig hve mikilvægt er aö gera viöbúnaö og vera vakandi, andlega talaö. Við hefjum þessa umfjöllun á því aö varpa spumingu til nokkura einstaklinga: Væntir þú endurkomu Krists? Hve- nær? Hvernig? Vörður Traustason, lögreglumaður. Já, ég vænti endurkomu Krists. Hvenær? Mjög brátt, hún getur orðið hvenær sem er! Hvernig? „Því að eins og eldingin gengur út frá austri og sést allt til vesturs, þannig mun verða koma mannssonarins" (Matteus, 24:27). „En eins og dagar Nóa voru, þannig mun verða koma mannsson- arins; því að eins og menri á þeim dögum, dögunum á undan flóðinu, átu og drukku, kvæntust og giftu, allt til þess dags, er Nói gekk inn í örkina, og vissu eigi af fyrr en flóðið kom og hreif þá alla burt, — þannig mun verða koma mannssonarins“ (Matteus, 24:37—39). „Því að sjálfur Drottinn mun með kalli, með höfuðengils raust og með básúnu Guðs, stíga niður af himni, og þeir, sem dánir eru í trú á Krist, munu fyrst upp rísa; síðan munum vér, sem lifum, sem eftir erum, verða ásamt þeim hrifnir burt í skýjum til fundar við Drottin í loftinu; og síðan munum vér vera með Drottni alla tíma“ (1. Þessaloníkubréf, 4:16—18). Þegar Kristur kemur að ná í brúði sína, söfnuðinn, skeður það eins snöggt og elding. Þá munu þeir sem dánir eru í trú á Jesúm Krist fyrst upp > rísa. Siðan munu þeir sem eiga trúna og eru frelsaðir fyrir blóð Jesú Krists, hrífast upp til Krists og verða með honum um alla eilífð. Það munu engir verða þess varir, aðrir en þeir sem eiga frelsið í Kristi, fyrr en eftir á, þegar þeir verða þess varir að vinir þeirra og ástvinir eru horfnir. Það verður enginn tími til að gera upp syndir sínar. Þess vegna er svo nauð- synlegt að vera viðbúinn og vænta komu Drottins. „Vakið því, þar eð þér vitið eigi, hvaða dag herra yðar kemur. En það vitið þér, að ef húsráðandinn hefði vitað, á hvaða næturvöku þjófurinn kæmi, þá hefði hann vakað og ekki látið brjótast inn í hús sitt. Fyrir því skuluð og þér vera viðbúnir, því að mannssonurinn kemur á þeirri stundu, sem þér eigi ætlið.“ (Matteus, 24:42 44) Séra Halldór Gröndal. Já, ég vænti endurkomu Jesú Krists. Ég á þá trúarvissu að hann kemur aftur. Jesús gaf sjálfur fyrir- heit um endurkomu sína og orð hans Hvenær?

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.