Afturelding - 01.01.1982, Qupperneq 17

Afturelding - 01.01.1982, Qupperneq 17
 Ljóst er að mannkynið nálgast Shraðbyri tímabil anti-Krists og er það tímabil nær en þorri manna gerir sér ljóst. Tákn þess að rétt er skrifað er sjálf ísraelsþjóðin: „Ég mun taka yður náðarsamlega sem þœgilegan ilm, þegar ég flyt yður frá þjóðunum og safna yður úr lönd- unum, þangað semyður var tvístrað og þá skal ég sýna mig heilagan á yður í augsýn þjóðanna. Komi í ljós að hluti spádóms er réttur, hvað mælir þá gegn því að aðrir hlutar hans uppfyllist? Svarið er: ekkert! Harmageddon — Hvað er það? Harmageddon eða Har-Megiddó er staðarnafn og örnefni. Nafnið sjálft þýðir Megiddófjall. Sjálft orðið Megiddó þýðir staður Guðs. Liggur svæðið í norðurhluta fsraels. Land- svæði þetta er við mörk Karmelfjalls, vestan árinnar Jordan og nær yfir alla Jesreelsléttu. f fyrstu tilheyrði landsvæðið ætt- kvísl íssakars, en komst síðar undir yfirráð Mannasseættkvíslar. Borgin Megiddó og svæðið sjálft er nefnt 12 sinnum í Biblíunni. f gegnum svæði þetta lá þjóðbrautin milli Egypta- lands hins foma og Mesópotamíu sem nú nefnist frak. Þama hefur verið róstusamt með afbrigðum í áranna rás og margar hildir háðar. Þar í grennd féll fyrsti Lonungur fsraels, Sál Kísson, og synir hans á Gilbóafjöllum. Marg- sinnis var Megiddóborg lögð í rúst, en byggð jafnharðan aftur, því að á þessu svæði snerist gæfuhjólið hratt hvað tímanleg gæði áhrærir. Þarna er sagan saga blóðs og hörmunga og er sléttan við Megiddó talin vera al- blóðugasti staður jarðarinnar. Samkvæmt Biblíunni mun Megiddó svæðið, eða Harmageddon, eins og það er líka kallað, vera síðasti og ægilegasti orrustuvöllur jarðar á „nútíma'1.4 Þarna fyrir botni Mið- jarðarhafsins verður slík gereyðing að allar aðrar styrjaldir munu vera eins og sakleysilegur kúrekaleikur, borið saman við þau ósköp. Þangað munu safnast herir frá öllum þjóð- löndum og mun það verða afar mik- ill fjöldi manna. Allri þeirri tækni verður beitt sem menn ráða yfir. Orrustan mun beinast gegn ein- ræðisherra veraldar sem hefur um þær mundir aðsetur í Jerúsalem. Þarna eigast sem sagt við herir ver- aldar-herrans, anti-Krists, og svo herir uppreisnaþjóða gegn honum. Þegar þessi ragnarök standa sem hæst mun sjálfur Jesús stíga niður af himni, eins og lofað var á uppstign- ingardegi, í miklum mætti og dýrð kemur hann á Olíufjallið, en sjálft fjallið mun þá rifna, líkt og fortjaldið í musterinu forðum á langa frjádegi. Þá munu allir hinir stríðandi aðilar sameinast og ráðast gegn Kristi í eiginlegri merkingu. En það verður þeirra banabiti. Plágur „Harmageddon- tímabilsins“ Margsinnis er sagt frá því í Biblí- unni hvernig Guð mun ganga í dóm við myrkraveldi djöfulsins. Mann- kynið í heild sinni hefir valið það að hafna Jesú Kristi og friðþægingu hans. Þeir sem vilja þjóna Guði eru kallaðir ofsatrúarmenn og fáráðar. Sannkristnir menn sæta ofsóknum í fjölmörgum löndum heims. Hörð- ustu ofsóknirnar eru í dag í löndunt kommúnismans nteð Rússland í fylkingarbrjósti. Annars staðar er Guðsorð talið hégómi einn. Á íslandi sjást þessi guðleysisáhrif glöggt. Þessu til stuðnings má nefna: jólin, hátíð frelsarans eru orðin að jóla- sveinagríni. f fjölmörgum grunn- skólum landsins er kristinfræði- kennsla orðin hégómi einn og jafnvel alvarlegt brot gegn einstaklingnum og frelsi hans, að margra áliti.

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.