Afturelding - 01.01.1982, Blaðsíða 11

Afturelding - 01.01.1982, Blaðsíða 11
AFTURELDING 1982 Með þessu tölublaði hefst 49. ár- gangur Aftureldingar. Brautin var mörkuð við upphaf blaðsins, af Eric Ericson og Ásmundi Eiríkssyni. Nafn blaðsins og yfirskrift hefir þessa lákn- rœnu merkingu, það „eldar aftur“. bar er átt við endurkomu Jesú Krists. í viðbót við fœðingu Jesú Krists, dauða Hans og upprisu, þá verður endurkoma Hans atburður atburða allra tíma. Hann kemur til að binda endi á þá háttu lífs og stjórnunar sem nú rikja meðal jarðarbúa, ranglœti spillingar og synda, sem hrjá mann- kyn og rikja í mannheimi. Biblían kennir að upphaf alls ófögnuðs, sé Satan. Svo lengi, sem hann gengur laus og iðkar iðju sina, sem er að stela, slátra og eyða, þá er það hin mesta röskun á ráðsályktun Guðs, með mennina, sem Hann elskaði svo heitt, að Hann gaf Son sinn eingetinn til þeirra. Ófriðurmillimanna, hverskon- ar ótrúmennska, eigingirni og ágirnd, eru þeir hlutir, er óvinurinn sífellt sáir °g eitrar andrúmsloftið manna og þjóða í millum. Frá kristnu sjónar- miði, þá er hernaður og stríð, eitt af atgilegustu tiltektum Satans. Við endurkomu Jesú Krists mun veldi Satans verða að engu gjörl. Stór- kostlegasti atburðurinn verður samkv. Jesaja 25:7—8, er Dauðinn verður afmáður að eilífu. Þá mun spádómur Jesajabókar 2. kap. 4. vers og rœtast: >.Þjóðirnar munu smiða plógjárn úr sverðum sínum og sniðla úr spjólum smum. Engin þjóð skal sverð reiða að annarri þjóð og ekki skulu þœr temja sér hernað framar. “ Náttúran, sem undirlögð hefir verið synd og spillingu, mun og breytast. Semur það fram i eðli villtra og illra dýra. Jesaja II. kap. 6.—8. vers,full- yðir að „þá mun úlfurinn búa hjá lambinu, pardusdýrið liggja hjá kiðl- ingnum, kálfar, ung Ijón og alifé ganga saman og smásveinn gœta þeirra. Kýrog birna munu verða á beit saman og kálfar og Ininar liggja hvorir hjá öðrum. Ljónið mun hey eta sem naut. Brjóstmylkingurinn mun leika sér við holudyr nöðrunnar og barnið nývanið af brjósti mun stinga hendi sinni inn í bœli hornormsins. Hvergi á mínu heilaga fjalli munu menn illt fremja eða skaða gjöra. Því jörðin er full af þekkingu á Drottni. “ Allt framangreint mun rœtast við endurkomu Jesú Krists, sem mun verða hin mesta og áhrifarikasta gjör- bylting er um getur. Allt kristið fólk hvar sem er skyldi leggja áherslu á að flýta fyrir komu Guðs dags. En það geta menn gert með þvi að framganga í heilagri breytni og guðrœkni, vanda sitt líf til orðs og œðis og lúta leiðsögn Jesú Krists. Eru framangreindir atburðir ósk- hyggja eða hugarórar? Hvorugt! Þessir atburðir eru í nánd og munu opinberast fyrr en nokkurn getur grunað. Jesús talaði um að þegar endurkoma Hans tœki að nálgast, skyldu koma fram tákn, er boðuðu óumdeilanlega komu Hans til þessar- ar jarðar og stofnunar þúsundára rík- isins. Eitt af merkustu táknum er kornið hafa fram er enduruppbygging Ísraelsríkis. Um 2500 ára skeið hefir það verið troðið affótum heiðingja, en er nú fullvalda riki, viðurkennt af Sameinuðu þjóðunum. Konungs- stjarna Daviðs, blaktir i fána þeirra um víða veröld. Kallar hún fram virð- ingu og lotningu fyrir þeirri þjóð er helguð er bláhvíta fána Israet. Enduruppbygging ísraels er eitt af mestu og merkustu atburðum heims- sögunnar, og eróumdeilanlega bundin við endurkomu Jesú Krists. „Þegar fikjutréð fer að skjóta út laufum, þá er sumarið í nánd. Þannig skuluð þér vita að Hann er í nánd og stendurfyrir dyrum, með endurkomu sína, þegar þessir atburðir taka að gerast. “ / sama mund og snúið er við högum fólksins, sem í dreifingu var hrjáð og gjöreytt af stórum Iduta í Belsen og A uswitch, þá hefir og annar atburður komið fram. Spáð var um hann hjá Jóel, þegar högum Júdayrði snúið við, þá mundi Anda Guðs verða úthelltyfir alla menn. Hinar miklu trúarvakn- ingar er gengið hafa yfir þennan heim, með núvarandi og fyrri kynslóð, marka alls staðar spor. Þœr þjóðir er áður sátu í myrkri og skugga dauðans hafa nú séð mikið Ijós. Stœrstu söfn- uðir kristninnar um víðan heim, eru nú meðal þessara þjóða. Má þarnefna lönd Kóreu, Brasilíu og margar þjóðir Afríku. Heiðingjarnir eiga að koma inn með tölu. Þegar svo hefir skeð, þá er Jesús kominn aftur. Brúður Hans (frelsaðir menn og konur) býr sig undir að mœta Honum. Tilreiðir hún líf sitt, svo ekkert verði til hindrunar í að verða með og mœta Drottni Jesú Kristi, þegar Hann kemur á skýjum Himins, með englum máttar síns. Afturelding vill minna þig á kœri lesari, að búa þig undir komu Hans. „Hann mun áreiðanlega koma, eins og morgunroðinn rennur upp. “ Ritstjórinn £Einar J. Gíslason er forstöðumaður Hvíta- sunnusafnaðarins í Reykjavík og hefur gegnt því starfi frá 1. október 1970. Fram að þeim tíma, frá 1948, gegndi hann forstöðu- mannsstarfi í Betel, Vestmannaeyjum. Hann lauk námi frá Biblíu- skóla í Svíþjóð og hcfur mikið unnið að kristi- legu starfi, innanlands sem utan.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.