Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 25
Mars er í meyjarmerki í ársbyrjun og reikar austur á viö gegnum meta-
skálirnar og inn í sporðdrekamerkið, en snýr þar við 14. apríl, fer um stund
vestur eftir og kemst inn í metaskálamerkið aftur. Þar snýr hann við aftur þ.
27. júní og reikar nú austur eftir um sporðdrekamerkið, höggormshaldarann,
bogmannsmerkið, steingeitarmerkið og er kominn inn í vatnsberamerkið við
áramót. Hann er í hásuðri frá Reykjavík þ. 17. jan. kl. 7 f. m., 15. febr. kl.
6 f. m., 12. marz kl. 5 f. m., 2. apríl kl. 4 f. m , 18. apríl kl. 3 f. m , 1.
niaí kl. 2 f. m., 13. maí kl. 1 f. m., 23.-24. maí á miðnætti, 3. júní kl. 11
e. m,, 16. júní kl. 10 e. m., 18. júlí kl. 8 e. m., 12. ág. kl. 7 e. m. og 29.
nóv. kl. 5 e. m.
Júpíter er við upphaf ársins í bogmannsmerki og reikar austur á bóginn,
en snýr við 15. maí og heldur vestur eftir til þ. 13. sept. Þá snýr hann aftur
austur á leið og er við árslok kominn inn í steingeitarmerkið. Hann er í hásuöri
þ. 26. jan. kl. 11 f. m., 6. marz kl. 9 f. m., 28. apríl kl. 6 f. m., 22.-23. júlí
á miðnætti (kl. 12), 2. sept. kl. 9 e. m., 19. okt. kl. 6 e. m., 25. nóv. kl. 4
e. m. og 14. dez. kl. 3 e. m. Júpíter er mjög lágt á lopti þetta ár.
Satúrnus er í vatnsberamerki við ársupphaf og heldur austur á leið og
inn í íiskamerki og þaðan inn í Cetusmerki. Þ. 18. júlí snýr hann við og
reikar vestur á bóginn til 2. dezembers, þá snýr hann við aftur og reikar
austur á við til ársloka. Hann er í fiskamerki við árslok. Satúrnus er í há-
suðri frá Reykjavík: Þ. 1. jan. kl. 5 e. m., 18. jan. kl. 4 e. m., 4. febr. kl. 3
e. m., 21. febr. kl. 2 e. m., 30. apríl kl. 10 f. m., 17. maí kl. 9 f. m., 4. ág.
kl. 4 f. m., 19. ág. kl. 3 f. m., 2. sept. kl. 2 f. m., 17. sept. kl. 1 f. m., 30.
sept.—1. okt. á miðnætti, 14. okt. kl. 11 e. m., 29. okt. kl. 10 e. m., 12. nóv.
kl. 9 e. m., 27. nóv. kl. 8 e. m., 12. dez. kl. 7 e. m. og 28. dez. kl. 6 e. m.
Úranus og Neptúnus sjást ekki með berum augum.
Uranus er allt árið í hrútsmerkinu. Þ. 4. nóvember er hann gcgnt sólu
og verður þá um lágnættið í hásuðri 41 0 yfir sjóndeildarhring Reykjavíkur.
Neptúnus heldur sig í ljónsmerki allt árið. Hann er gegnt sólu þ. 8.
marz og verður þá um lágnættið í hásuðri 32° yfir sjóndeildarhring Reykja-
víkur.
t
(21