Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 32
28
dægrastyttingar-starf. Hin djúpa alvara, sem
einkennir starf hans, orsakast af þvi, að
hann, sem var útgenginn frá föðurnum, var
kominn til að niðurbrjóta verk djöfulsins og
vald syndarínnar í lífi mannanna. Hann var
kominn til þess að vinna sigur yfir synd-
inni fyrir máttvana og vonlausa menn, og
veita þeim, sem vildu, hlutdeild í þessum
sigri sínum. Hann var kominn til þess að
vinna það fyrir mennina, sem þeir gátu
ekki og geta aldrei sjálfir, þ. e. veita þeim
það réttlæti, er fær staðizt frammi fyrir
Guði. Og frásögur guðspjallanna sýna oss
hann sem slíkan: Sigurvegara yfir synd og
dauða, og meðalgangara Guðs og manna.
*
* *
Þetta er hið fyrsta, sem kemur upp í huga
mér, þegar ég er beðinn að rita um starf.
Og hvers vegna? Jú, það er vegna þess, að
þetta bendir á hið dýpsta í kristilegu starfi.
Kristilegt starf er ekki neitt auka atriðí, eða
mannlegt brölt. Það byggist á mestu alvöru
lífains: Baráttunni milli Guðs og satans, Krists
og syndarinnar. Það er barátta upp á líf
og dauða. Mennirnir strika þessa alvöru oft
út og vilja helzt ekki minnast á hana. En
í þessari baráttu er alvaran þó svo þung og
mikil, að hún knúði allsvaldandi Guð til