Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Síða 33
29
þeas að gjörast maður, og ganga i dauðann
fyrir mennina, svo þeir mættu lifa. Það er
ótrúlegt í margra augum, en það er þó satt.
Svo mikil er alvara þeirrar baráttu, sem
fram fer um hjarta mannsins. Og svo mikið
kostaði það, að mennirnir gætu eignast von
um sigur í baráttu sinni við sitt eigið eðli
og hið illa, hvar sem það er. Og starf í
þágu kristindómsins miðar einmitt að því,
áð gera aðra hluttakandi í hinu sigrandi lifi.
Til þess að um raunverulegt starf geti
verið að ræða, þurfa þeir, sem fást við það,
að vera vissir um, hvers vegna og til hvers
er starfað.
Sá, sem kynnzt hefur kenningum krist-
innar trúar, er í engum efa um það. Hiu
kristna kenning er svo skýr, að hver sá,
sem í alvöru vill vera meðstarfsmaður Guðs,
veit, að hér er um það að ræða, að vinna
sálir, sem annars eru tapaðar, fyrir Guð.
Þessi djúpa alvara á að vera grundvallandi
í Btarfi voru. Fyrst og fremst þannig, að
taka burt óvissu og hik. Það er leiðinlegt,
að sjá og kynnast fjölda manna í kristilegu
starfi, sem ekkert vita, hvað þeir eiga að
gera, eða að hverju þeir í raun og veru
eru að vinna. Þeir vilja vera með í öllu
félagsstarfi, sem þeir geta komizt að. Já,
sumir vilja jafnvel fá að taka að sér boð-