Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 34
30
unina, finnst þeir vera vel til þess færir,
aðeins ef þeir eru það orðhagir, að geta
samið ræðu við og við. 0g þó hafa þeir í
raun og veru ekkert að flytja, engan boð-
shap. Orð þeirra er ópersónulegt og ómark-
víst tal um hitt og þetta; en gjörsamlega
ómótað af reynslu eða Guðs orði. Ég held,
að fátt sé eins leiðinlegt og það, að þeir
menn séu í fylkingarbrjósti, sem ekki vita
við hvað er barizt og um hvað er barizt;.
Það hlýtur að leiða af sjálfu sér, að flest
þeirra högg verða gagnslaus vindhögg. En
þó er það hinn sorglegi sannleikur, að fjöldi
þeirra, sem eiga að vera samverkamenn
Guðs, vita ekki, hvað þeir vilja, eða hvað
þeim ber að gera.
Slík óvissa getur ekki ríkt þar, sem hin
skýra kenníng kristinnar trúar hefir fengið
að tala. Hún tekur alla óvissu í burtu, og
kemur í staðinn með fullvissu. Og sú breyt-
ing, sem þannig fer fram í hjarta voru,
fyrir verkan Guðs orðs, snertir ekki aðeins
afstöðu vora til Guðs, heldur og meðbræðra
vorra og umhverfis. Sá, sem áður þjónaði
sjálfum sér og dutlungum sínum, án tillits
til annara, verður þess vís, að hann ber
ábyrgð á sál bróður síns. Sú ábyrgð væri
hræðileg, ef maðurinn ætti af sjálfum sér
að »standa reikningsskil* af sál bróður síns.