Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Síða 35
31
En það er ekki það, sem átt er við, heldur
hitt, að sá, sem komizt hefir í samfélag við
Guð, getur ekki annað, en orðið samverka-
maður hans. Og sá, sem er samverkamaður
Guðs, er samverkamaður hans að frelsun
annara. Guð þarf á sendiboðum, eða erind-
rekum, að halda meðal mannanna. Og hann
kallar alla, sem vilja lifa honum, til þess
að vera sendiboða sína. Hann sendir þá
ekki út tómhenta og í óvissu, svo að hver
verði að brjótast áfram upp á eigin spýtur,
eins vel og hann getur. Ef svo væri, væri
fálm í starfinu eðlilegt og skiljanlegt. En
nú er það ekki svo, heldur þannig, að þeim,
sem hann kallar sem sendiboða, fær hann
boðskap í bendur. Þess vegna á ekki óvissa
ög fálm að einkenna starf kristinna manna,
heldur vissa. Meðan þeir færa það fram,
sem Guð hefir fengið þeim í hendur, er
öllu óhætt. Erfiðleikarnir koma fyrst, þegar
mennirnir fara að reyna að miðla af sínu
eigin, á kostnað þess, sem Guð hefir lagt
fram.
•i1
* *
Og í hverju er þá þetta- »markvissa« starf
fólgið? Þessu má sjálfsagt svara á marga
vegu. Ég held, að ég geti ekki skýrt starf
kristins manns í styttra máli eða betur, en
I