Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 36
32
á þessa leið: Það er í því fólgið, að segja
frá, hvaö Ouð hefir gert. Benda á þann, sem
einn hefir sigur yfir syndinni og eilífa lífið
á valdi sínu. Þetta á að vera kjarni starfs-
ins, hvernig svo sem hinn ytri búningur er.
í hinni alvöruþrungnu baráttu fæst ekki
sigur, nema leitað sé á hinn eina stað, þar
sem sigur er að fá. Þetta á við bæði í lífi
einstaklingsins og heildarinnar. Hið ábyrgðar-
mikla starf samverkamanna Guðs er í því
fólgið, að flytja meðbræðrunum þann boð-
skap, er Guð hefir falið þeim, og hann er
fagnaðarerindið um það, sem Guð hefir gert
fyrir mennina. Þar, sem þessu hefir verið
gleymt, hefir óvissan fljótt tekið völdin í
starfinu. I stað þess að ganga beint til verks
með boðskapinn frá Guði, hefir mestu verið
eytt í úrræðaleysis-leit að verkefnum og
nýjum leiðum í starfinu. Sannarlega þarf
sá, sem hlustar á Guðs orð í alvöru, ekki
að eyða miklu í heilabrot um, hvar verk-
efnin séu, eða hvaða nýjar leiðir eigi að
fara. Hann veit, að þeir, sem í kringum
hann eru, þurfa að fá boðskapinn beint frá
Guði, ef sálir þeirra eiga að lifa. Þess vegna
er starf hans alltaf á sömu leið. Hann reynir
til að koma meðbræðrum sínum undir áhrif
náðarmeðala Guðs, því þau eru það eina,
sem getur hjálpað til nýs lífs. Aðferðir og