Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 38
34
fiestra. En hins ber og að gæta, að tilvera
þeirra sem starfandi meðlima kristinnar
kirkju byggist á þvi, að þeir, þrátt fyrir
öll ytri tæki og aðferðir, haldi fast við hinn
óumbreytanlega kjarna — Gfuðs orð — og
láti það koma skýrt fram. Hin ytri tæki
eiga ekki að vera til þess að fela eða veikja
Guðs orð, heldur greiða því braut óhindr-
uðu. Það er einmitt oft hættan, að í kjöl-
far Bvonefndra starfsaðferða-breytinga sigli
afsláttur á kenningunni og hjúpun sannleik-
ans. Sérhver maður, með alvarlegri hugs-
un, getur gert upp við sjálfan sig, hvort
honum þyki það sennilegra til sigurs yfir
syndinni, að sannleikurinn sé hjúpaður sem
mest, svo menn sjái hann ekki of skýrt
og hafni honum því. En hitt er eðlilegt, að
menn noti ýmsar leiðir til þess að koma
boðskapnum ómenguðum til meðbræðranna,
svo að þeir megi trúa og lifa.
Það er raunverulega svo, að tal manna
um breyttar starfsaðferðir hefur ekki við svo
mjög mikið að styðjast í reyndinni. Það er
mikið talað um, að kenuingin hafi ósjálfrátt
lagað sig eftir þörf tímanna, og að svo muni
verða ennþá. En ef betur er aðgætt, mun
það sjást, að það er raunverulega aðeins í
smáatriðum, sem starfið breytist. Aðal-starfs-
aðferðirnar til þess að ná til mannanna með