Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 39
35
boðskapinu eru þær sömu í dag, jafnvæl
meðal þeirra, sem mest tala um breyttar
starfsaðferðir. Enn í dag eru leiðirnar aðal-
lega þrjár, sem farið er með boðskapinn til
mannanna. Nefnilega prédikun, samfélags-
stárf og persónulegt starf. Breytingarnar i
starf8aðferðum virðast aðallega í því fólgn-
ar, að misjafnlega mikil áherzla er lögð á
eitthvert þessara þriggja atriða. Sumir leggja
mest upp úr prédikuninni, aðrir samfélag-
inu og enn aðrir leggja einstrengingslega
áherzlu á persónulegt starf. I reyndinni er
það samt svo, að þetta fer saman hjá fiest-
um. Það er t. d. alkunnugt, að í kjölfar
prédikunarstarfs fer oft mikið persónulegt
starf, eða sálusorgun. Þeim, sem mikla
áherzlu leggja á hina ytri starfsaðferð, hætt-
ir oft til að hallmæla prédikurum og gera
lítið úr sálu8orgarastarfi þeirra. Slíkt orsak-
ast af þvi, að við það að horfa á hið ytra í
starfinu hættir mönnum til að gleyma aðal-
atriðinu náðarmeðulum Guðs, sem verka al-
gjörlega óbáð hinum ytri umbúðum. Kraft-
urinn, sem fólginn er í orðinu, vex ekki
fyrir tilverknað manna. Hann býr i orðinu
sjálfu, og mun sýna sig máttugan fái hann
að komast að, án tillits til, hvort orðið var
fiutt í prédikun eða persónulegu tali.
*
* *