Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 40
36
En hví þá allar þessar starfsaðferðir og til-
raunir til að kynnast samtíðinni? Ef þessu
er þannig varið, er þá ekki bezt að lesa
tómar ritningargreinar yfir fólkinu í tíma og
ótíma og láta svo orðið verka? Er ekki það,
sem vér gerum, hvort eð er, áhætta um að
eyðileggja aðeins fyrir þessum undramætti,
sem á að búa í orðinu? Siíkum spurningum
hefur verið varpað fram, og eru skiljanlegar
frá þeim, sem ekki þekkja Guðs orð og starf
þess í eigin lífi. En hinir, sem þekkja það,
hafa ekki erfiðleika af slíkum spurningum.
Þeir vita sem er, að Guðs orð verkar mót-
andi í lifi og hugsun, og að í sambandi við
prédikunina er um það eitt að ræða, að hún
8é byggð á og í samhljóman við Guðs orð.
Trúmennska við orðið er það, að í andlegu
lífi og boðun vorri sé ekkert uppfundið eða
smíðað af oss sjálfum, heldur meðtekið frá
Guði. Þetta á við á öllum starfssviðum, og
því miða þau öll að því sama, að benda á
Guð sem hinn einasta frelsara frá eilífum
dauða og valdi syndarinnar og vísa mönnun-
um leiðina til hans. Þá verður starf vort
markvisst og sigursællt, hvort sem það er með
prédikun eða persónulegu starfi, sem vér
reynum að ná til meðbræðranna.