Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 43
39
hafi farið óskiljanlega »fínt í það«, að vinna
einstaklingana til lifandi samfélags við Krist.
Allt ytra starf og fundahöld er ágætt, ef
rétt er með farið, — en hið eina, sem hjálp-
ar nú, er síirdeigs-kristinndömur. Þ. e. menn,
sem lifa í svo raunverulegu og blekkinga-
lausu Guðs-samfélagi, að þeir geta ekki ann-
að en smitað út frá sér, ef svo má taka til
orða. Því miður er það sannleikurinn um
allt of marga kirkjunnar menn, að þá vant-
ar algerlega skilning á þessu. 0g það mun
vera óhrekjandi, og hægt að sanna það, þó
sárt sé, að mannaveiðara-skyldaLn er óþekkt
fyrirbrigði hjá mörgum, sem vinn£ að út-
breiðslu Guðsríkis. —
*
* *
Einmitt vegna þessa, ber þeim, sem lifa í
trúarsamfélagi við Guð, að leggja áherzlu á,
að vinna menn fyrir Guð. Það er skylda
vor. Það er engin afsökun til fyrir dugleysi
voru í því að starfa. Sannleikurinn er sá,
að það orsakast oftast blátt áfram af vilja-
leysi voru eða hugleysi. Vér höfum mý-
mörg tækifæri, sem vér ekki notum, til þess
að starfa. Mörg af þessum tækifærum eru
ekki notuð vegna þess, að það er komið inn
í huga margra, að ekkert gagn sé í öðru
starfi en því, að standa framarlega í félags-
La'