Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 44
40
starfi og tala. Menn eru hræddir við að starfa
á þvi litla svæði, sem þeim finnst þeir ná til.
En þetta er mesti misskilningur. Til þess
að trú vor geti orðið sú blessun fyrir þjóð-
ina, sem Guð ætlast til, verðum vér að
leggja miklu meiri áherzlu, en vér höfum
gert, á það, að boða Krist, og vinna menn.
En hvernig getum vér það? spyr ef tilvill
einhver. Eg vil þá benda á svar, sem ég
hef komið með hér að framan: Vér eigum
að segja frá því, sem Guð hefir gert, og
benda á hann sem hinn einasta frelsara.
Vér eigum að sýna meðbræðrum vorum
þann sannleika, sem Jesús hefir sagt oss,
að sá, sem ekki trúir, er í dauðanum, en sá
einn, sem trúir á hanu, lifir. Þetta á að
koma fram i persónulegu starfi voru, og
samfélagsstarfi.
*
* *
Áður en ég lýk þessu skrifi minu, langar
mig til þesB að rita dálitið um starfið, ytra
séð, eða »praktiskt« séð. Það verða engar
leiðbeiningar í raun og veru, heldur aðeins
nokkrar hugsanir, sem vaknað hafa í hjarta
mínu við það litla starf, sem ég hefi tekið
þátt í, þau fáu ár, sem ég er búinn að vera
kristinn.
Hér að framan skipti ég starfsaðferðum í