Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 45
41
þrennt: Prédikun, samfélags- og persónulegt
starf. Jafnframt gat ég þess, að þó ég skipti
þessu þannig, væri svo, að þetta fylgdist
oftast að. En þó ætla ég að rita lítillega
um tvær hinar síðarnefndu starfsaðferðir.
Um prédikunarstarf rita ég ekki. Bæði vegna
þess, að það er kunnugast, og auk þess treysti
ég mérbláttáfram ekki til þess, meira en ég befi
gert óbeinlínis í þessari grein. Þar við bsetist
8vo það, að flestir þeir, sem þessa grein lesa,
munu frekar starfa með í fél^gsstarfi eða
persónulega — ef þeir þá hafa svo brenn-
andi hjarta fyrir Guði, að þeir starfi nokkuð.
Það er oft talað um erfiðleikana i þvi, að
starfa meðal nútímamanna. Aðal-erfiðleik-
inn er i því fólginn, að fá menn til að sinna
trúmálum. Einkum á það við um æskuna.
Hún er sögð fráhverf kristindómi og vilji
ekkert af honum vita, eða hafni honum blátt
áfram hreinlega. Það getur verið, að svo sé ’
með marga; en hitt er ég fullviss um, að
þetta er mjög svo málum blandáð. Það mun
vera nær sanni að segja, að Kristur og krist-
indómurinn sé tekinn frá æskunni, heldur
en að hún hafni honum.
Ég hefi ekki verið mjög lengi með í kristi-
legu starfi, en þó nógu lengi til þess, að ég
hefi séð, að þegar æskunni er boðaður Kristur,
hinn eingetni sonur Guðs og frelsari frá synd