Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 46
42
og eilifum dauða, þá brennur hjartað. Þetta
þekki ég af minni eigin trúarreynslu, og
einnig kunningja minna. En ég hefi líka
séð það, að skurðgoð margra, hin svonefnda
»Krist8mynd nútímans*, er bezta meðalið
til þess að stefna lífi æskumanna burt frá
Guði. Það getur skeð, að einhverjum finn-
ist þetta ofmikið sagt, en þetta er þó satt.
Ég segi þetta til þess eins, að undirstrika
það, að í öllu félagsstarfi voru, eigum vér
að boða hinn lifandi Jesúm Krist, Guðsson
og friðþægjara vorn, eins og Ouö gaf oss hann.
Eftirlíking nútímans hefir ekkert með raun-
veruleikann að gera, og þess vegna er hún
aðeins hindrun fyrir trúarlíf.
Og einmitt í hinu félagslega höfum vér
svo mörg tækifæri til að boða Krist. Menn
eru yfirleitt félagslyndir, og það er ekki svo
erfitt að ná í kunningja sinn með, þangað
sem Kristur er boðaður. Er ekki þar starf
fyrir þig, sem þú hefir vanrækt? Ég er þess
fullviss, að þú hefðir getað leitt miklu fleiri en
þú hefir gert, undir áhrif Guðs anda, með
því að taka kunningja þinn með þér í sam-
félag trúaðra.
Og hvernig er svo starfað í samfélagi trú-
aðra? Minar dýrlegustu stundir eru Biblíu-
lestrar, samtal, söngur og sambæn. Hér
hefi ég nefnt fernt í starfinu, sem vér eig-