Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 47
43
um að nota meira en gert er. Ég hefi, og ég lofa
Guð af hjarta fyrir það, séð Guðs anda gera
orðið máttugt til frelsis í ungum titrandi
hjörtum, einmitt með slíkum stundum. Það
tók að visu sinn tima, og óþolinmæði bærðist
oft í hinum ungu hjörtum — en Kristur kom
sem hinn lifandi frelsari, og þá var tilgang-
inum náð.
Bibliulestrar er ómisBandi starfsliður í sam-
félags8tarfi. Ekki þurrir einhliða sögulegir
lestrar, þar sem Guði er ýtt til hliðar, heldur
blátt áfram lestur Onðs orð til næringar hjört-
unum. Leitandi menn fá hvergi svarið, sem
hjarta þeirra nægir, nema beint frá Guði.
Og á Biblíulestrum, þar sem beðið er um
leiðsögn Guðs anda, þar er betur hlustað, og
skýrar boðað, en unt er víðast annarsstaðar.
Og þeir, sem fundið hafa náðugan Guð, mót-
ast og nærast af lestri Guðs orðs. Þeim er
það lífsnauðsyn, af því að trúarlíf þeirra er
byggt á Guðs orði.
BiblíuleBtri er hægt að koma við í hvað
litlu félagi, sem er. Það þarf ekki einu sinni
félag, það er hægt að starfa þannig fyrir
Guð heima hjá sér. Biblíulestrar eru starfs-
aðferð, sem vér eigum að beita meira en
flestir gera. Orðið starfar meðal þeirra, sem
koma, og það mun sýna sig, að þar, sem
starfað er i trú, þangað munu menn koma.