Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Blaðsíða 49
45
að. Meðal annars er það svo með andlegan
hag þess. Ef slíkt fólk hinsvegar hlustar á
aðra tala saman um það, sem það á sjálft
við að stríða, þá drekkur það í sig hvert
orð, og er með opið hjarta fyrir hverju því,
sem inn leitar. Á slikum stundum mótast
margir af Guðs anda og orði, unz frelsis-
verkið er fullkomnað í hjörtum þeirra.
,Og hvernig fara þessir fundir framV Ég
segi í fám orðum, hvernig við högum þeim.
Við bjóðum nokkrum kunningjum heim,
eða í samkomuhúB, ef hægt er. Meðal þeirra
eru þeir, sem leitandi eru. Þegar við kom-
um saman syngjum við sálma, Btundum mjög
marga, ef svo ber undir. En smátt og smátt
förum við að tala saman um eitthvað atriði
trúarinnar, t. d. afturhvarf, kröfur Krists,
náðina, trú o. s. frv. Við tölum blátt áfram
ut frá okkar reynslu og Ouðs orði, en reyn-
um að haga orðum okkar þannig, að þeir,
sem ekki hafa fundið Guð, finni, að aðstað-
an, sem þeir eiga í, sé eðlileg, og aðeins liður
í kalli Guðs til frelsis. Þannig er hægt að
tala mjög persónulega, án þess að þeir, sem
orðin eru ætluð, fari nokkuð hjá sér, vegna
þess að verið sé að »ganga persónulega á
þá« eða ryðjast inn í helgidóm, sem hver
maður eigi út af fyrir sig. Afturhvarf og
trúarreynsla allra kristinna manna er svo