Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Síða 50
46
líkt, að þar lýsir maður nákvæmlega ná-
unga sinum, með því að segja frá sinni eígin
reynslu um synd, baráttu og náð.
Það er menntandi og styrkjandi ,þegar trú-
aðir menn sitja þannig saman og tala blátt
áfram og hlýtt um hið eina nauðsynlega.
Og ég er þess fullviss, að slíkar stundir hafa
meiri áhrif á leitandi eða köld hjörtu, held-
ur en mörg sú árás, sem er fyrirvaralaust
og hlífðarlaust gerð á menn, og þá oft beitt
klaufalega nærgöngulum spurningum. Það
er svo með marga, að þeir herða sig aðeins
við slíkt. Hinsvegar sigrar kristileg einlægni
og kærleikur margt kalt hjarta, svo það fer
að finna, að það vantar þungamiðju alls lífs,
samfélag við Guð fyrir Jesúm Krist.
Já, það eru mörg tækifæri og aðferðir til
að reka trúboð, sem fólk ekki tekur eftir.
t Árangurinn er ekki fjöldasigur, en ef hver
trúaður gætti skyldu sinnar, mundi súrdeigs-
krafturinn fljótt breiðast út.
Að lokum langar mig, í sambandi við starf
í samfélaginu, að minna á sambæn. Þar er
starfstæki, sem óhætt er að reikna með.
Persónulega vænti ég sigurs jákvæðrar kenn-
ingar innan safnaðarins, fyrst og fremst
vegna þess, að vér höfum bænina á voru
valdi. Það er réttur, sem vér ættum að nota
meira, en vér gerum. Vér eigum að biðja