Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 56
52
sem hún er hér heima eða að heiman. Ég
minnist þess, hve okkur hjónunum þótti
vænt um, að Ingibjörg var í Danmörku, er
við vorum þar á ferð 1913 og 1923. Ég
geymi í huga mínum hátiðlega minning um
þá stund, er við Ingibjörg töluðum á fjöl-
sóttri samkomu í Kaupmannahöfn um ís-
land. Ég man, að ég dáðist að djörfung
hennar og einbeitta kjarki. Þessu gleðst ég
^lltaf yfir, er ég minnist Ingibjargar. Hún á
þá trú, sem er rík af hugrekki og gleði, þó
að á móti blási. Baráttan er háð með þeirri
vis8u, að sigur fáist.
Þeir, sem hafa þekkt dugnað og þraut-
seigju Ingibjargar, geta vel skilið, að henni
hefir verið treyst, og að henni hafa verið
falin ýms vandamál til úrlausnar. Hefir hún
t. d. verið skipuð í nefnd hjá Þjóðabanda-
laginu, og er það hlutverk þeirrar nefndar
að berjast gegn hinni hvitu þrælasölu, sem
hefir leitt svo míkið böl yfir heiminn. Ingi-
björg hefir með þeim krafti og visdómi, sem
trúin veitir, unnið mörg liknarstörf til við-
reisnar þeim, er ratað hafa í þungar raunir.
í Þýzkalandi hefir hún unnið að hjálpar-
starfsemi á hinum erfiðustu tímum, og hvar
sem hún hefir dvalið og starfað, hefir hún
ávallt lagt liðsinni góðu málefni.
Það fer orð af tápi og dugnaði Ingibjarg-