Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 58
54
hafði hún með sér þangað, en skildi þá eftir
í Getsemane-garðinum, gróf þá undir eitt
tréð í gra8garðinum, til þess að orð Hall-
gríms um pínu og dauða Jesú mættu geym-
ast þar í helgri jörð.
Þegar Dansk-íslenzka Kirkjufélagið var
Btofnað fyrir forgöngu séra Þórðar Tómas-
sonar, gerðist Ingibjörg meðlimur þess fé-
lags og var kosin í stjórn þess. Sést bezt,
hvaða álit menn erlendis hafa á starfi Ingi-
bjargar, að þegar séra Þórður dó, bað Sjá-
landsbiskup íslenzku konuna að taka að sér
ritstjórn hins danska tímarits, er félagið gaf
út. Hafði Ingibjörg starf þetta á hendi um
nokkur ár og tókst prýðilega. Nú hefir ung-
ur, danskur prestur tekið við ritstjórninni.
Ingibjörg fæst mikið við ritstörf, og hafa
bækur komið frá hennar hendi. Vil ég benda
á bækurnar »Þorkell á Bakka«, »Tanker
undervejs«, og »Æfisaga Jesú Krists«. Er
í bókum þessum talað um heilög sannindi
með kærleika, þekking og næmum skilningi.
öllum, sem til þekkja, ber saman um, að
Ingibjörg hafi unnið veglegt starf Islandi til
hjálpar. Hvað skyldu þær vera margar, ís-
lenzku stúlkurnar, sem erlendis hafa leitað
til Ingibjargar og mætt þar þeirri vináttu
og hjálp, sem í raun reynist?
Það er gleðilegt um að hugsa, að íslenzk