Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 60
56
Hershöfðingi William Booth.
William Booth, stofnandi og fyrsti hers-
höfðingi Hjálpræðishersins, fæddist í Notting-
ham á Englandi hinn 10. apr. 1829. Þegar
hann var 13 ára að aldri, missti hann föður
sinn, sem verið hafði einskonar bygginga-
braskari; annað veifið vellríkur, en hitt blá-
snauður, og þannig var komið efnahaghans,
er hann lézt.
Annars veit maður lítið um föður hins
mikla manns. — En af því, er hann ritaði
um móður sína árið 1893, hlýtur maður að
álykta, að hún haíi verið valkvendi hið
meBta, og staðfestir þetta enskan málshátt,
sem segir: »There was never a great man
withouta great mother«. Sjálfur ritaði William
Booth svolátandi um móður síua.
»Eg unni henni hugástum allt frá barns-
aldri og til fullorðins ára. Og eigi minnist
ég þess, að ég hafi, þó ekki væri nema í
eitt skipti, verið henni óhlýðinn.
Þegar faðir minn dó, þá fann ég að sönnu
mikið til þess missis, en sorg mín hvarf fyrir
þeirri huggunarríku hugsun, að það var ekki
móðir mín, sem ég hafði misst. Og þó hefi
ég allt fram á þennan dag ásakað sjálfan mig
fyrir, að ég hafi aldrei metið hana, sem múr