Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 62
58
bar, og aldrei verið nægjanlega þolinmóður
í því óframkvæmanlega hlutverki, að endur-
gjalda allt það, sem ég átti ást slikrar móður
að launa.
Hún var ein hinna allra fórnfúsustu og
óeigingjörnustu kvenna, sem ég hefi þekkt um
mína daga. Hún virtist hafa aðeins eitt lífs-
takmark: og það var, að verða öllum til
blessunar, sem hún náði til. Og engan þurfa-
mann, sem barði að dyrum hennar, lét hún
synjandi frá sér fara. Var þó oft þröngi í
búi hjá henni, eftir að hún varð ekkja.
Mörgum árum áður en hún kvaddi þennan
heim, hafði hún öðlast persónulega þekkingu
og trú á Jesú Kristi. Og brýndi hún jafnan
fyrir öllum, sem hún gat, hið eina nauðsyn-
lega, að tryggja. hjálpræði sitt. 1 öllum at-
riðum, smáum og stórum, bar hún einlægt
og óbifanlegt traust til Guðs, og var hún
vön að vitna um umhyggju hans og kær-
leika á þessa leið:
»Hann hefur annast mig allt til þessa, og
ég efast ekki um, að hann verði með mér
til hinstu stundar.«
Þetta er ofurlítið brot af þvi, sem Booth
segir okkur um móður sína. Og virðist mér,
sem þekkja megi í þessari lýsingu margt það,
sem samtiðarmenn hans, og reyndar margir
aðrir,. sögðu um hann.
3