Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 64
60
að Kristur væri Guðs sonur, aðeins hinn bezti
og fullkomnasti maður, er lifað hefði á jörð-
inni. Að öðru leyti vissi hann svo lítið um
hann, að himnaríki var fyrir honum i því
fólgið, að sópa saman peningum og njóta
þeirra þæginda, sem þeir gátu veitt.
Þegar Booth var 19 ára, útskrifaðist hann
eftir 6 löng ár í námi. Með því að hann
var þegar byrjaður að prédika, úti og inni,
já, allstaðar, þar sem því varð viðkomið, er
honum gafst tími til, þá reyndi hann að út-
vega sér aðra stöðu, sem gerði honum mögu-
legt að verja enn meíri tíma til þessa starfa,
sem hann elskaði og varð að rækja. Hann
sagði því upp stöðu sinni, en fékk þó ekk-
ert að gera í Nottingham. Hann neyddist
því til að yfirgefa heimili sitt, þó honum þætti
mikið fyrir, og fara til Londoní þeirri von, að
þar mætti honum takast aðfá eitthvaðaðgera.
Þetta tókst. Hann fékk stöðu við stóra
verzlun- Hinn nýi húsbóndi hans varmjög
likur hinum fyrri. Aðeins i einu var hann
honum frábrugðinn: hann viðurkenndi með
miklum ákafa, að hann væri endurfæddur
maður. Hann trúði á Guðdóm Krists, og
vár stöðugur gestur í kirkjunni. En að öðru
leyti bar lítið á kristindómi hans. Og Booth
vii tist það vera hið eina áhugamál hans, að
komast yfir sem mesta peninga.