Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 65
61
Booth komst því brátt að raun um, að hér
fékk hann litið meiri tíma til að prédika, en
hann fékk á meðan hann var í Nottingham.
Hann vaun baki brotnu alla daga, frá morgni
til kvölds, og átti aldrei fristund nema á
sunnudögum. En einnig þá varð hann að
vera kominn heim kl. 10, að öðrum kosti
gekk hann að því vísu, að hann yrði lokað-
ur úti. Engin undantekning var möguleg
frá þessari reglu, þó húsbónda hans væri
fullljóst að hann þyrfti að fara langar leiðir,
í þeim erindum, sem hann sjálfur lét sem
sér væru svo hjartfólgnir. Booth varð því
oft að hlaupa langar leiðir á sunnudags-
kvöldin, eftir að hafa um daginn haldið þrjár
samkomur, sína á hverjum stað, og gengið
margar mílur.
Hefði hann aðeins vitað nokkur ár fram
i tímann, þá hefði hann verið þakklátur
fyrir þenna skóla. Hefði hann aðeins vitað,
að hann átti eftir að verða leiðtogi, huggari
og hjálpari þúsunda manna og kvenna, víðs-
vegar um heiminn, sem hlutu að búa við
líkar kringumstæður í sama starfi.
Þvi lengur sem hann gekk með Guði, og
og því meir, sem hann kenndi, því meir þrosk-
aðist hann andlega, og því meiri kröfur
gerði hann til sjálfs sín. Og nú varð hon-
um það ljóst, eftir að hann hafði háð marg-