Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 66
62
ar og langar baráttur við ýmsa bresti, sem
hann fann í fari sínu og sigraðist á í krafti
trúarinnar, að nú varð hann að hætta að
vinna í verzluninni langt fram yfir mið-
nætti á lagardögum, eins og hann og félag-
ar hans, höfðu alltaf orðið að gera. »Halda
skaltu hvíldardaginn heilagan*, hljómaði
æ fyrir eyrum hans, og hann fann, að hann
varð að segja húsbónda sínum frá því, að
hann vildi ekki vinna eina minútu yfir 12
á laugardagskvöldum. — En hvernig gat
hann þetta? Afleiðingin hlaut að verða, sú,
að honum yrði sagt upp. Hann myndi verða
að athlægi meðal vina sinna, og auk þess
komast á vonarvöl, þvi hann þekkti engan í
allri London, sem myndi hirða vitund um
það, þó hann sylti til bana. En hann varð
samt að hlýða samvizku sinni. Hann fór
því til hÚBbónda síns og sagði honum frá
þessu, en kvað sig þó reiðubúinn til að vinna
allan mánudaginn og aðfaranótt þriðjudags-
ins, en ekki eina mínútu eftir kl. 12 á laug-
ardagskvöldum.
Svo fór sem hann hafði vænzt. — Honum
var sagt upp vinnunni. Margir félagarhans
gerðu mikið gys að honum fyrir þetta barna-
lega tiltæki, en hann hélt fast við ákvörðun
sína. En ekki voru fullar tvær vikur liðn-
ar, frá því honum var sagt upp og þangað