Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 67
63
til að húsbóndi hans (fyrverandi) sendi boð til
hans og bað hann að finna sig strax. Booth brá
Bamstundis við og fór á fund hans. Var þáer-
indið það, að bjóða honum stöðuna aftur með
þeim skilyrðum, sem hann hafði áður sett.
Litlu seinna fór húsbóndinn til Parisarborg-
ar og dvaldist þar í marga mánuði. I fjar-
veru sinni fól hann Booth verslunina til
umsjár með öllum tekjum hennar og út-
gjöldum, sem nam allt þúsundum punda á
viku hverri. Og án þess að hann miklaðist
af þesBU trausti, sem húsbóndi hans sýpdi
honum, gladdist hann þó yfir því, að þeir,
sem áður höfðu spottað hann fyrir hlýðni
hans við það, sem rétt var, sáu nú, að Guð
snýr þvi til góðs fyrir þeim, sem óttast hann,
sem aðrir gerðu þeim til ills.
Þegar Booth kom til London, fann hann
lengi vel engan söfnuð, sem honum fannst
hann geta þýðst. Foreldrar hans höfðu til-
heyrt Wesley-söfnuðinum í Nottingham, sem
áður er getið. En nú voru yfir 40 ár siðan
Wesley lézt, og nokkur sundrung var risin
upp í söfnuði hans, og hafði hann klofnað í
margar smágreinar, sem allar kendu sig þó
við stofnandann. í einum stærsta þessara
safnaða fann Booth þó loks hæli um stund-
arsakir. Verkahringur hans í þessum söfn-
uði jókst Btöðugt, og auk þess, sem hann