Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 68
64
hafði þar með höndum, hélt hann altaf aam-
koinur upp á eigin spýtur. Menn veittu þvi
athygli, að hann var efni í sjaldgæfan leið-
toga, og því jafnframt, að ef hann héldi upp-
teknum hætti, myndi hann innan skamma
ofbjóða heilsu sinni og kröftum. Þessa vegna
arðu líka fleiri til að letja hann en hvetja
til þessa starfs.
Ég hefi áður vikið að þvi, að hann hafi
oft þurft að ganga margar mílur til sam-
komustaða sinna á sunnudagskvöldum. Og á
heimleiðinni eyddi hann tfmanum með því
að syngja á milli sprettanna, því hann varð
að hlaupa eins mikið og hann framast þoldi
til að ná háttum hjá hinum reglusömu og
ströngu húsbændum sínum, kóra og söngva,
8em 8ungnir höfðu verið á samkomunum.
Eðlileg afleiðing af slíku annríki var það,
að hann gat ekki lesið eins mikið í Biblíunni,
og hann hefði kosið Haun tók því það ráð,
að bera bana altaf á sér til vinnu sinnar og
lesa í henni á leiðinni til matar og til vinnu
aftur. Stundum settist hann til að lesa í
henni í nokkrar mínútur, er hann hafði mat-
ast. Fór þá oft svo, að hann gleymdi tím-
anum og þurfti að hlaupa alla leið til vinn-
unnar aftur, því hann vildi aldrei koma
einni mínútu of seint. Hann hljóp því, sem
fætur toguðu, en las samt alla leiðina. En