Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 69
65
þegar hann kom að dyrum verzlunarinnar,
stakk hann Biblíunni í vasann, unz honum
aftur gafst tómstund.
Aðeins einn maður hafði það oft á orði
við Booth, að honum bæri að hætta við verzl-
unarstörfin og gefa sig algerlega við út-
breiðslu fagnaðarerindisias. Þetta var einn
þeirra fáu manna, sem Booth vandi komur
sínar til. Mr. Rabbits hét hann. En Booth
tók þessu altaf mjög fjarri og taldi upp alla
annmarka, sem á þvi væru. Fyrst það, að
hann væri ekki fær um það, og að enginn
söfnuður gæti notað sig til að vera hirðir
þeirra. Þá var hann lika efnalaus með öllu
»og ekki get ég lifað á loftinu,« sagði hanu.
Ellefu shillings á viku myndi honum nægja
til uppihaldsins, en hvar átti hanq að taka þá?
Mr. Rabbits bauðst til að greiða honum
20 shillings á viku í þrjá mánuði til að byrja
með. Booth gekk að þessu undir eins, og
næsta dag sagði hann upp vinnunni. Hús-
bóndaj hans, sem altaf hafði borið mikið
traust til bans, fanst þetta ekki ná nokkurri
átt. Booth sagðist verða að gera allt, sem
í hans valdi stæði til þes's, að allir fengju
að heyra fagnaðarerindið. Þannig atvikað-
ist það því, að William Booth, sem síðar
varð einhver ötulasta hetja kristninnar,
varpaði frá sér hinni veraldlegu sýslu sinni