Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 71
4
67
hann fyrst að lesa guðfræði í hjáverkum.
Hann hafði ágætan kennara, sem hann lýsir
þannig:
Hann var mjög viðkunnanlegur maður,
fríður sínum og prúður i framkomu. Bækur
þær, sem hann ritaði, um ýmsar guðfræði-
legar ráðgátur, voru mjög mikið lesnar og
mikils metnar í þá daga. Hann tilheyrði
þeim flokki prédikara, sem enn er til á vor-
um dögum, og er það mjög hugleikið
að prédika og snúa mönnum til trúar, en
sem sjálfir geta ekki uppfyllt sínar eigin
kröfur, né sýnt trií sína af verkunum*.
Skömmu eftir að Booth byrjaði guðfræði-
nám sitt, sá hann það eitt sunnudagskvöld,
að prófeasorinn var í kirkjunni með allri
fjölskyldu sinni. Hann vissi, að hann myndi
þar kominn til þess eins, að dæma um hæfi-
leika sína.
»Ég skammast mín ekki,« segir Booth,
»fyrir að viðurkenna, að mig langaði til að
standa mig vel; þó ég vissi, að min prédik-
unaraðferð væri mjög frábrugðin hans að-
ferðum og reyndar flestra annara, hafði ég
enga löngun til að breyta um aðferð að
þe88u sinni Eigi að síður var mér það full-
ljóst, að framtíð mín í söfnuðinum, sem ég
nú hafði gert að andlegu heimili mínu, var
mikið undir dómi hans um mig komin.