Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 73
69
þeirrar óánægju, sem ríkti meðal prestanna
út af starfi Booth’e, varð safnaðarráðið að
fá honum kirkju og láta hann hætta ferða-
lögum sínum.
Eftir þetta gerði safnaðarráðið ýmsar ráð-
stafanir til að hefta William Booth í starfi
hans, og loks settu þeir honum avo þrönga
kosti, að því er snerti frjálsræði hans til a&
starfa með þeim aðferðum, sem honum reynd-
ust beztar, að hann varð að segja af sér.
>Ég var fjötraður,* sagði hershöfðínginn, »af
köldum, hörðum venjum og ytri siðum og
ennþá kaldari og harðari mönnum. Ég krafð-
ist frjálsræðis. Ég fann, að ég var kallaður
til allt annars starfa. Ég krafðist frjáls-
ræðis til að koma verkefnum minum ífram-
kvæmd. Og þegar safnaðarráðið synjaði til-
mælum mínum um, að ég fengi fullkomið
frjálsræði til að starfa á þann hátt, Bem
mér reyndist bezt við eiga, þá neyddist ég
til að kveðja þá.
Þetta var erfiður skilnaður. Ég vissi, að
margir vina minna viðsvegar um landið
hallmæltu mér fyrir að yfirgefa söfnuð þeirra,
en ég vi8si, að þetta var það, sem Guð vildi,
og þessvegna gat ég ekki tekið tillit tiiann-
ara híuta. Svo yfirgaf ég heimili mitt, kon-
una og 4 lítil börn og lagði enn einu sinni
út i heiminn, án þess að vita, hvar égfengi