Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 74
70
peninga til ferða minna, hvert ég ætti að fara
og hvað ég ætti að gera. Allir jarðneskir
vinir mínir sðgðu, áð ég færi mjög óhyggi-
lega að, nokkrir sögðu, að ég væri af vitinu
genginn. Ég hlýt að viðurkenna, að þetta
voru óvissu8tu skref, sem ég hefi stigið, og
þegar ég steig þau, þá virtust allar'dyr vera
lokaðar fyrir mér, en eitt var mér ennþá
mögulegt, að reiða mig á drottinn og vænta
hjálpar hans.c
Um nokkurt skeið ferðaðist Booth stað úr
stað og prédikaði. Hvarvetna brutust út
vakningar, þar sem hann kom.
Litlu seinna leigði hann sér samkomutjald
í austurhluta London og hélt hann þar sam-
komur á hverju kvöldi, og fjöldi fólks frels-
aði8t í gegnum þær. En svo fauk tjaldið
einu sinni ofan af samkomugestunum, og
varð hann þá að taka á leigu danssal eínn
í grendinni til sunnudags-samkomanna.
Eitt kvöldið, þegar William Booth kom
heim frá samkomu nokkru eftir miðnætti,
sagði hann við konu sína: »Katrin, ég hefi
nú fundið hlutverk mitt! Þegar ég gekk
fram hjá hverjum gildaskálanum á fætur
öðrum í kvöld á leiðinni heim, virtist mér,
sem hrópað væri i eyra mér: »Hvar getur
þú fundið slika heiðingja sem þessa, og hvar
er meiri þörf á starfi þínu?« Ég fann, að