Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Page 76
72
Btofnandi þess, sem hingað til hafði verið
kallaður pastor Booth, hét nú general Booth.
Þess mundi enginn kostur, þó rúm væri
hér ótakmarkað, að lýsa vexti og þróun
Hersins, né heldur því, hve ómetanlega þýð-
ingu hann hefur haft fyrir miljónir einstakl-
inga í yfir 90 löndum og þjóðfélögin í heild
sinni.
William Booth er tvímælalaust ein lang-
mesta hetja kristninnar og munu til þess fá
dæmi, ef nokkur, að einn maður hafi af-
kastað þvílíknm þrekvirkjum. Þetta mætti
sýna enn rækilegar, en hér hefur verið gert,
ef rúm leyfði. Þegar hann féll frá hinn 14.
ág. 1912 kepptust öll stærstu blöð heimsins
um að sýna fólki fram á, hvílíkt afreksmenni
hann hafði verið. * Og eru til þess engin
dæmi, að nokkur þjóðhöfðingi hafi verið svo
dáður, elskaður og virtur sem William Booth.
Leyndardómurinn i öllum framgangi hans
var, að honum var borgið til að bjarga öðrum.
Þegar hann kvaddi þennan heim, gat hann
sagt með Páli: »Ég hefi barist góðu barátt-
unn, hefi fullnað skeiðið, hefi varðveitt trúna.
Og nú er mér geymdur sveigur réttlætisins,
sem Drottinn mun gefa mér á þeim degi, hann
hinn réttláti dómari; en ekki einungis mér
heldur og öllum, sem elskað hafa opinberun hans.
Jón <5iyi ð<son