Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1936, Síða 77
Trúarjátning 40 ára prests
og greinargerð fyrir henni.
I aðaldráttum uppskrifuð 1930, enyflrskoðuð og aukin
nokkuð 1932, og siðast yfirfarin 1936.
INNGANGUR.
Frá því ég fyrst man og til þess, er ég
kom í Latínuskólann, varð ég ekki annars
var en þess, að yfirieitt allir, lærðir og leikir,
væru, í öllum aðalatriðum, einnar og sömu
trúar; og að þá væri hér aistaðar hjá öllum,
eins og þar stendur: »ein trú, ein skírn, ein
von og einn Guð og faðir allra.«
I og af mesta innileik og með hjartanlegri
einlægní og alvöru, kenndu þá mæðurnar og
margir feður líka, börnunum sínum, og inn-
rættu þeim, frá blautu barnsbeini, þessa trú og
líferni samkvæmt henni; enda var það víst, að
þessi trú hafði meir og betur en nokkuð ann-
að, hjálpað og haldið uppi landi voru og lýð
í svo ótalmörgu óskaplegu lífs og dauða-
stríði á liðnum öldum og árum, og gerði
þetta þá einnig enn.
Þessi heita, alvarlega og hjálpsamlega trú
var kristna trúin, eins og kirkjan hér, hin
evangeliska lúterska, kenndi hana þá. Sjálf-
Bagt er þó að játa og segja, að þótt þannig
væri alment, þá voru samt alltaf og víðast
4